Jóhann Berg og Hólmfríður gengu í hjónaband á Spáni

Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.
Jóhann Berg og Hófý Björnsdóttir.

Fótboltamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir gengu í hjónaband 16. júní.  Brúðkaupið fór fram á Alicante-svæðinu á Spáni. 

Jó­hann Berg er leikmaður enska knatt­spyrnuliðsins Burnley en árið 2018 bað hann Hólmfríðar. Bónorðið var borið upp um þremur vikum fyrir leik Íslands og Rússlands. Hjónin eiga tvö börn saman og því ekki úr vegi að láta innsigla ástina með hjónabandi. 

Mikið fjör var í brúðkaupinu en íslenskum skemmtikröftum var flogið út til að gera veisluna sem skemmtilegasta. Emmsjé Gauti skemmti í veislunni ásamt Herra hnetusmjöri en það kom í hlut hins stórskemmtilega Sóla Hólm að vera veislustjóri í brúðkaupinu. Eyjólfur Kristjánsson tók einnig lagið eins og honum einum er lagið. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með ráðahaginn! 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál