Typpamyndin rauf beina útsendingu í Grósku

Magnús Árnason hafði ekki hugmynd að útsending hafi verið rofin …
Magnús Árnason hafði ekki hugmynd að útsending hafi verið rofin á Facebook þegar þessi mynd birtist.

Uppi varð fótur og fit í Grósku í Masterclass Startup SuperNova og útsending rofnaði eftir að auglýsing Nova um Allir úr! var streymt. Facebook rauf útsendingu þegar mynd af berum íslenskum manni birtist á félagsmiðlinum. Magnús Árnason framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova var með fyrirlesturinn og hafði ekki hugmynd um að Facebook hefði rofið útsendinguna. 

„Við starfsfólkið vorum öll í panikki á bakvið. Magnús vissi ekki af þessu fyrr en Kristín framkvæmdastjóri sagði frá þessu „í beinni“ í salnum og spurði hann um viðbrögð og hann sagði að þetta væri dæmigert fyrir tvískinnungshátt Facebook og samfélagsmiðla þegar kemur að nekt.

Það fattaði í raun enginn neitt í salnum en það fór að rigna inn skilaboðum og símtölum frá fólki utan úr bæ að kvarta undan því að við værum dottin út,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá Klak. 

Þessu var kippt í liðinni og er hægt að sjá fyrirlesturinn inni á heimasíðu námskeiðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál