Instagram: Pallíettur á árshátíð Marel

Vikan á Instagram var fjörug!
Vikan á Instagram var fjörug! Samsett mynd

Landsmenn eru að ná jafnvægi á ný eftir kórónuveirufaraldurinn og allt sem honum fylgdi. Það voru nokkur fyrirtæki sem héldu árshátíð um helgina. Þar á meðal var Marel en þar var öllu til tjaldað og sáu Selma Björns og Páll Óskar um að engum leiddist.  

Fór í diskógallann! 

Sara Hadoudi fór í rauðar buxur og rauðan topp og skellti sér á djammið í Kaupmannahöfn. 

View this post on Instagram

A post shared by Sara Hadoudi (@sarahadoudi1)

Djammaði í eldhúsinu! 

Kristín Pétursdóttir flugfreyja og leikkona klæddi sig upp um helgina. Hún fór í ljósar buxur og svartan topp og sleikti hárið aftur! 

Heilagur sunnudagur! 

Annie Mist Þórisdóttir crossfitstjarna hefur þá reglu að æfa ekki á sunnudögum. Þess í stað fór hún í Nauthólsvík og naut þess að vera til. 

Allt á útopnu! 

Fitnessdrottningin Bára Jónsdóttir birti myndir af sér þar sem hún var að keppa í fitness. 

Helga í stemningu! 

Helga Margrét Agnarsdóttir laganemi og áhrifavaldur fór í svartan kjól með fjöðrum. 

Sæti september!

Pattra Sriyanonge naut veðurblíðunnar í Reykjavík með Andreu Röfn og börnunum. 

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra)

Hamingja á hestbaki! 

Ragga Theodórsdóttir fór í hestaferð um Löngufjörur þar sem fegurðin var allsráðandi. 

Grikkland gefur! 

Tónlistarmaðurinn Sigríður Thorlacius er stödd á Grikklandi þar sem hún nýtur lífsins. 

Miðaldra á Ítalíu! 

Ásdís Ósk Valsdóttir miðaldra kona og fasteignasali hefur verið að njóta lífsins á Ítalíu. 

Vikan á Morgunblaðinu! 

Kristinn Magnússon ljósmyndari tók saman nokkrar af þeim myndum sem hann tók í vikunni en hann starfar á Morgunblaðinu og mbl.is. Kristinn er margverðlaunaður ljósmyndari og eins og myndirnar sýna þá var vikan litrík og svolítið átakanleg um leið. 

Grænt og vænt! 

Elísa Gróa Steinþórsdóttir sem vann Miss Universe-keppnina 2021 var stödd í Mílanó á Ítalíu í vikunni þar sem tískuvikan fór fram. Hún var að sjálfsögðu í nýjustu tísku; í rykktum glansandi grænum kjól með vel snyrt andlit og stóra glitrandi eyrnalokka. 

Drottning fór á ball! 

Alexandra Sif Nikulásdóttir einkaþjálfari brá undir sig betri fætinum um helgina og fór á ball. Hún er líka förðunarfræðingur og kann öll trixin í bókinni í þeim fræðum eins og myndin gefur til kynna. 

Indverskt þema! 

Elín María Björnsdóttir gerði garðinn frægan þegar hún var með Brúðkaupsþáttinn Já á Skjá Einum fyrir um 20 árum. Um helgina fór hún í matarboð með manninum sínum og vinum þeirra og var indverska þemað tekið alla leið. 

Tvær dívur!

Tónlistardívurnar Selma Björnsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson gerðu allt vitlaust á árshátíð Marel sem fram fór um helgina. Þau voru svo sannarlega bæði í pallíettustuði.

View this post on Instagram

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns)

Evróputúr að baki!

Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent er ánægður með vel heppnað tónleikaferðalag um Evrópu. 

Lífið um borð!

Ferðaljósmyndarinn Eydís María Ólafsdóttir birti myndir úr ferðalagi sínu til Suðurskautslandsins. Smartland fékk einmitt að kynnast Eydísi nánar um helgina þar sem hún sagði frá íbúð sinni og Benjamins Hardmans í miðbænum. 

View this post on Instagram

A post shared by EYDIS (@eydismariaolafs)

Gella í New York!

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir er í New York í Bandaríkjunum um þessar myndir. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Þrítugur!

Crossfitstjarnan Björgvin Karl Guðmundsson fagnaði 30 ára afmæli sínu um helgina. Björgvin er ein fremsta crossfitstjarna landsins og lenti í 9. sæti á Heimsleikunum í crossfit fyrr á þessu ári.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda