Edda Falak gefur út bók

Edda Falak gefur út bókina Það sem ég hefði viljað …
Edda Falak gefur út bókina Það sem ég hefði viljað vita. mbl.is/Hallur Már

Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak ætlar að gefa út bókina Það sem ég hefði viljað vita í vetur. Bókin byggist á reynslu Eddu og þar er fjallað um atriði sem hún hefði viljað vita þegar hún var yngri og hún hefur lært af reynslunni.

Edda heldur úti hlaðvarpinu Eigin konur og hefur verið einn vinsælasti áhrifavaldur landsins síðastliðin tvö ár. Í þáttunum Eigin konur hefur Edda tekið viðtöl, meðal annars við þolendur kynferðisofbeldis, og í kjölfar þáttanna tekið virkan þátt í umræðunni um Me Too.

Í bókinni veltir Edda upp spurningum um í hverju hamingjan er fólgin, hvað felst í því að vera í ofbeldissambandi og hvernig skömm lýsir sér. Hún fjallar einnig um áhrifavalda, hvernig skal byggja upp sjálfstraust og mistök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál