Frosti og Helga Gabríela stofna félag

Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir stofnuðu félagið Brotkast ehf. …
Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir stofnuðu félagið Brotkast ehf. í október síðastliðnum. mbl.is/Stella Andrea

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og eiginkona hans, kokkurinn Helga Gabríela Sigurðardóttir, stofnuðu félagið Brotkast ehf. í október síðastliðnum. Félagið er stofnað utan um framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni. 

Frosti, sem var á hafi úti að blóðga fisk þegar mbl.is náði tali af honum símleiðis, staðfestir að félagið hafi verið stofnað utan um framleiðslu á efni, en Frosti hefur haldið úti hlaðvarpsþáttunum Ósýnilega fólkið. 

Hann segir að ýmislegt sé í bígerð og á leiðinni séu fleiri þættir af Ósýnilega fólkinu, en fimm þættir fóru í loftið í febrúar og mars á þessu ári. Hann segir einnig að Brotkast muni halda utan um Harmageddon-þættina vinsælu. 

Frosti hefur unnið á sjó síðustu mánuðina, en hann fór í ótímabundið leyfi frá Sýn fyrr á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál