Instagram: „Það verður að vera gaman“

Samsett mynd

Desember fer vel af stað ef marka má samfélagsmiðla íslensku stjarnanna. Sumir stækkuðu við sig D-vítamínskammtinn á meðan aðrir sóttu sér aukaskammt í sólina. Eins og til dæmis Camilla Rut Rúnarsdóttir sem fór í vikuferð til Alicante á Spáni.

Afmælisgleði!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,  há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hélt upp á 32 ára afmælið sitt í síðustu viku. Hún gerði allt sem henni finnst skemmtilegast að gera, fór í vinnuna og hitti vini og fjölskyldu eftir það.

Nú er það svart!

Jóhanna Helga Jensdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, klæddi sig í svart frá toppi til táar áður en hún fór út á lífið.

Svala er þakklát!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir söng með vini sínum Friðriki Ómari Hjörleifssyni um helgina. Bara gleði, grín, dásamleg tónlist og meiriháttar hljómsveit.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Töfrandi á Tortóla!

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir nýtur nú lífsins á Bresku jómfrúareyjunum með kærasta sínum, Brooks Laich.

Hamingjusöm í París!

TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir skellti sér til borgar ástarinnar.

Prófatíðin tekur á!

Helga Margrét Agnarsdóttir er í prófatíð um þessar mundir. Það getur tekið á, eins og Helga sýndi á Instagram.

Pabbi og mamma í heimsókn!

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir hefur sýnt foreldrum sínum allt það besta sem Miami í Flórída hefur upp á að bjóða síðustu vikur.

Mætti með fjölskyldunni!

Ísdrottningin Ásdís Rán mætti með fjölskyldunni á nýja sýningu í FlyOver Iceland.

Póstkort frá borg englanna!

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir sendi sólríkt kort frá vestur strönd Bandaríkjanna heim til Íslands.

Fyrsta myndin!

Listamaðurinn Elli Egilsson birti fyrstu myndina af sér með dóttur sinni.

Diskókúreki!

Danskennarinn Tara Sif Birgisdóttir mætti í afmælisveilsu þar sem þemað var diskókúreki um helgina. Hún tók þemað alla leið og mæti í leðurbuxum, glitrandi bol og að sjálfsögðu með kúrekahatt.

Skálað fyrir desember!

Förðunarfræðingurinn Lilja Gísladóttir var í hátíðarskapi í fjólublárri dragt.

Heitt súkkulaði í Central Park!

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir virðist vera komin í mikið jólaskap, en hún gæddi sér á heitu súkkulaði og rölti um Central Park í New York-borg í Bandaríkjunum. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Enginn D-vítamín skortur í ástarfríi!

Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Camilla Rut Rúnarsdóttir, fyllti á öll D-vítamínin í ástarfríi með kærasta sínum, Valgeiri Gunnlaugssyni, á Spáni. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Besti tími ársins!

Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró eins og hann er oft kallaður, tekur fagnandi á móti desembermánuðinum, en hann segir jólin vera uppáhaldsárstímann sinn. 

Partíkoss!

Tónlistarmaðurinn Jökull Júlíusson fagnaði þrítugsafmæli unnustu sinnar, Telmu Fanneyjar Magnúsdóttur, með fallegum myndum úr afmæli hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by JJ Julius Son (@julius_son)

Jólaskreytingar piparsveinsins! 

Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður og sjónvarpsstjarna, er á bullandi lausu eftir að upp úr sambandi hans og dönsku þokkadísarinnar, Julie, slitnaði. Hann dundaði sér við að skreyta heimili sitt fyrir jólin. 

Glimmer og gleði!

Athafnakonan Elísabet Metta Ásgeirsdóttir fagnaði nýju aldursári síðastliðna helgi, en hún varð 28 ára gömul og klæddist trylltu glimmerdressi.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda