María Thelma fékk bónorð á Thorsplani

María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors eru trúlofuð.
María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors eru trúlofuð. Ljósmynd/Facebook

María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors eru trúlofuð. Steinar fór á skeljarnar þegar parið var í jólagöngutúr í Hafnarfirði. María Thelma greinir frá á samfélagsmiðlum. 

„Jólagöngutúrinn á Thorsplaninu í Hafnarfirði tók ansi óvænta stefnu þegar minn allra besti fór á skeljarnar og að sjálfsögðu sagði ég JÁ! Að okkur óafvitandi stóð kona álengdar og festi augnablikið á myndband! Við eyddum svo restinni af deginum út um allar trissur þar sem við skáluðum og fögnuðum ástinni,“ skrifar María Thelma. 

María Thelma lék í kvikmyndinni Arctic árið 2018 og hefur einnig farið með hlutverk í íslensku þáttaröðunum Föngum og Ófærð. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda