Instagram: Í geðveiku stuði þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir

Það var líf og fjör hjá stjörnunum í liðinni viku.
Það var líf og fjör hjá stjörnunum í liðinni viku. Ljósmynd/Samsett

Íslendingar kunna að gera sér glaðan dag og keyra upp stemninguna þrátt fyrir að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri haldi fyrir eyrun á viðskiptaþingi. Í liðinni viku hélt fólk upp á afmæli, klæddist gulum gallajökkum og gerði vel við sig þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir. 

Afmælis!

Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur fagnaði afmæli kærasta síns, Benedikts Bjarnasonar, með fallegri myndaseríu á Instagram. 

Skvísa!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hafði í nægu að snúast um helgina og klæddi sig upp í svartan, þröngan samfesting. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Út að borða!

Helga Margrét Agnarsdóttir karíókídrottning klæddi sig upp í bleikt og fór út að borða.

Peppaður!

Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, þakkaði fyrir góðar viðtökur á uppistandssýningu sinni. 

Mömmur og plóma í baði!

Ingileif Friðriksdóttir leikstjóri og eiginkona hennar, María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, skelltu sér norður í Skógarböðin. Ingileif og María eiga von á sínu þriðja barni saman. 

Afmælishelgi!

Fanney Dóra Veigarsdóttir, áhrifavaldur og förðunarfræðingur, hélt upp á afmælið sitt um helgina. 

Svarthvít Lára!

Fyrirsætan Lára Clausen birti glæsilega mynd af sér í bílakjallara.

36 ára í Köben!

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm skelltu sér til Kaupmannahafnar um helgina og fögnuðu 36 ára afmæli Viktoríu með stæl. 

Engar athugasemdir um neglurnar takk!

TikTok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir birti gamla mynd af sér síðan hún var í Los Angeles á síðasta ári.

Mílanó-Saga!

Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem Saga B, skellti sér til Ítalíu. 

View this post on Instagram

A post shared by @sagabofficial

Sara í Júník í Manchester!

Sara Lind Pálsdóttir, vanalega kennd við fataverslun sína Júník, skellti sér ti Manchester í Englandi. 

Falleg fjölskylda!

Klámstjörnurnar Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson birtu fallega fjölskyldumynd, en þau eiga von á sínu fyrsta barni. 

Bónorð í þyrluflugi!

Bloggarinn og samfélagsmiðlafulltrúinn Anna Bergmann fór í þyrluflug yfir New York-borg þar sem hún fékk óvænt bónorð frá kærasta sínum, Atla Bjarnasyni. 

Bjart og stílhreint!

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir var glæsileg þegar hún stillti sér upp á björtu og stílhreinu heimili sínu.

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

„Zen“ í heilsulind!

Thelma Guðmundsen naut þess að slaka á og hlaða batteríin í heilsulind. 

Fínheitaföstudagur! 

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir áhrifavaldur elskar gulan lit. Á föstudaginn klæddi hún sig upp á og fór í gulan gallajakka! 

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

Gerðu það gott í Stokkhólmi!

Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK sýndi afurðir sínar á Stockholm Furniture Fair og vakti athygli fyrir bás sinn. Hér er Ragna Sara Jónsdóttir eigandi FÓLK ásamt sínu góða fólki í essinu sínu eftir sýninguna. 

View this post on Instagram

A post shared by FÓLK (@folkreykjavik)

Ofursterkur kokkur!

Hrefna Sætran byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir tveimur árum. Hún keppti um helgina og lyfti samtals 270 kílóum. 

2 ára krúttmoli! 

Adrían Elí, sonur Töru Sifjar, fagnaði tveggja ára afmæli og var ekkert til sparað. Risastór blöðrukrans setti svip á afmælisveisluna. 

Flottastur í fjallinu! 

Hárgreiðslumeistarinn Óli Boggi naut lífsins á skíðum í Madonna. Hann er ekki bara flinkur hárgreiðslumeistari heldur er hann alltaf smart í tauinu. Hann var að sjálfsögðu sérlega vel klæddur í fjallinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Óli Boggi (@oliboggi)

30 ára fótboltastjarna! 

Fótboltamaðurinn Hörður Magnússon fagnaði 30 ára afmæli sínu. Hann fékk risastóra köku og blés á 30 kerti í tilefni dagsins. 

Förðunarmeistari á ferð og flugi! 

Kolbrún Anna Vignisdóttir förðunarmeistari á RÚV er eins sú færasta í faginu. Hún kann að njóta lífsins! 

Aldrei nóg af glimmeri! 

Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarmeistari á Miami í Bandaríkjunum klæddi sig upp á í pallíettur og glimmerskó og krullaði á sér hárið áður en hún fór á vit ævintýranna. 

Rithöfundar fara líka á þorrablót! 

Hallgrímur Helgason, sem er einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar og reyndar myndlistarmaður líka, skemmti sér um helgina. Hann fór á þorrablót í Hrísey þar sem hann hefur aðsetur að hluta til. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál