Ofurhjónin ekki hafin yfir klisjur

Ben Affleck og Jennifer Lopez fengu sér samstæð húðflúr.
Ben Affleck og Jennifer Lopez fengu sér samstæð húðflúr. AFP

Ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck fögnuðu degi elskenda, Valentínusardeginum, með því að fá sér samstæð húðflúr. Lopez og Affleck gengu í hjónaband í ágúst á síðasta ári en nú hafa þau sannarlega innsiglað hjónabandið.

Lopez deildi myndum af húðflúrunum í tilefni dagsins, en bæði fengu þau sér húðflúr með örvum. Flúr Lopez er með eilífðarmerkinu og ör í gegn. Nöfn þeirra standa í eilífðarmerkinu, Jennifer og Ben. Affleck er svo með flúr af tveimur örum í kross og upphafsstafi þeirra, B og J.

Samsett mynd
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál