Instagram: Manstu þegar Unnur Birna var lögga?

Samsett mynd

Það var allt í gangi á félagsmiðlinum Instagram í vikunni. Fólk fór á skíði, í teiti eða stillti sér upp fáklætt á sólarströnd. Besta mynd vikunnar er þó líklega myndin af Unni Birnu Vilhjálmsdóttur alheimsfegurðardrottningu og lögfræðingi þegar hún var í löggunni með slagsmálahundinum Jóni Viðari Arnþórssyni. 

Með sólina í augunum!

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir var glæsileg á Gran Canaria á Kanaríeyjum þar sem hún naut sólsetursins.

Skál!

Gerður Arinbjarnardóttir og Inga Tinna Sigurðardóttir skáluðu fyrir góðum degi með Félagi kvenna í atvinnulífinu. 

Mætt aftur!

Söngkonan Diljá Pétursdóttir mætti aftur á Instagram með trompi eftir að hafa verið í veseni með aðgang sinn. 

Flott í grænu!

Áhrifavaldurinn Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir skartaði grænu bikiníi.

Notalegur dagur!

Dansarinn og áhrifavaldurinn, Ástrós Traustadóttir, átti notalegan dag með fjölskyldunni. 

Með sólina á heilanum!

Áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir birti mynd frá vinkonuferð til Gran Canaria á Kanaríeyjum. 

Ofurmenn!

Sigurjón Ernir Sturluson, Bergur Vilhjálmsson og Halldór Ragnar Guðjónsson kláruðu Concept Ironman þríþraut til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. 

Á rúntinum á Ford!

Eliza Reid, forsetafrú, er stödd í Bandaríkjunum þar sem hún rúntaði um á Ford-bifreið. 

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Biðin eftir sumrinu!

TikTok-stjarnan Birta Hlín Sigurðardóttir bíður spennt eftir sumrinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Birta Hlin (@birtahlin)

Vinkonuferð!

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir há­skóla, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra skrapp erlendis með góðum vinkonum úr lögfræðinni. 

Frí með kæró!

Siggi Gunnars sló í gegn sem kynnir í Söngvakeppninni. Eftir strembnar vikur fór hann í verðskuldað frí til Spánar með kærastanum sínum, Sigmari Inga Sigurgeirssyni. 

Skíðaskinkuhelgi!

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ekki bara ísdrottning – hún er líka skíðadrottning. Árlega fer hópurinn Skíðaskinkurnar í skíðaferð á spennandi stað innanlands, í ár skíðuðu þær á Dalvík. 

Haukdal elskar að skíða!

Tónlistarkonan Birgitta Haukdal elskar líka að fara á skíði og á flottustu skíðagallana. 

Gellukvöld hjá Söru!

Sara í Júník selur skívsuföt og sjálf er hún yfirskvís. Sara fór út að skemmta sér um helgina og var að sjálfsögðu flottust og fínust. 

Töff í frostinu!

Kuldinn kemur ekki í veg fyrir töffarastæla hjá einum best klædda manni landsins. Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son skellti sér í pels og setti á sig sólgleraugu, enginn þjálfaraúlpa takk. 

Styttist í frumburðinn!

Ljósmyndarinn Saga Sig á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Hún birti guðdómlegar myndir af sér óléttri. 

View this post on Instagram

A post shared by Saga Sig (@sagasig)

Löggulíf!

Jón Viðar Arnþórs­son, um­sjón­ar­maður áhættu­atriða í kvik­mynd­um og bar­dag­aíþróttaþjálf­ari, er gamall lögreglumaður. Hann rifjaði upp tímann í löggunni og á einni mynd má glitta í gamla fegurðardrottningu. 

Ofurskvísa í silfri!

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir birti skemmtilega myndaröð frá Söngvakeppni Sjónvarpsins.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál