Friðþóra í fullri stærð var góður brandari

Tónlistarmaðurinn Pretty­boitjok­ko, eða Patrik Snær Atlason, býr með kærustu sinni, Friðþóru Sigurjónsdóttur, í snoturri íbúð í Hafnarfirði. Hann var gestur í þættinum Heimilislíf á dögunum og sagði í þættinum frá því hvernig það æxlaðist að hann ætti risastóra pappamynd af Friðþóru. 

Friðþóra og Patrik byrjuðu að hittast síðasta haust. Þegar fjölskylda hans fór öll saman í frí til Flórída stuttu síðar vildi hann endilega bjóða henni með. Hún þáði ekki boðið og segir Patrik að hún hefði ekki verið alveg viss hvort hann væri málið eða ekki. Þá brá frændi Patriks, Helgi nokkur, á það ráð að prenta út mynd af Friðþóru í fullri stærð. 

„Við vorum í fjölskylduferð í Flórída. Ég bauð henni með en hún var eitthvað feimin við það. Ég var makalaus í ferðinni. Helga frænda mínum fannst mjög fyndið að láta prenta út mynd af henni svo ég væri ekki einn í ferðinni,“ segir Patrik. 

Þetta vakti mikla kátínu hjá fjölskyldunni og er Helgi frændi ennþá á því að þetta hafi verið besti brandari sem hann hefur framkvæmt fyrr og síðar. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál