Ungfrú Ísland 1986 með hönnuðum í Lúx

Gígja Birgisdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir.
Gígja Birgisdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Íslensk og ísraelsk hönnun verður í sviðsljósinu í Lúxemborg helgina 8. til 10. maí. Ingibjörg Gréta, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway, hefur sett saman sýningu og pop-up verslun með íslenskri hönnun.

„Það verður gaman að kynna íslenska hönnun og ég er spennt að kynnast ísraelskri hönnun betur,” segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway. Hún stendur fyrir pop-up verslun og sýningu á íslenskri hönnun í Lúxemborg á viðburðinum „Reykjavík, Luxembourg, Tel Aviv: Where art meets fashion and photography“.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Gia in Style í Lúxemborg, sem Gígja Birgisdóttir á og rekur, og TLVstyle Boutique Tour í Tel Aviv. Gígja Birgisdóttir varð þekkt á einni nóttu á Íslandi þegar hún varð Fegurðardrottning Íslands 1986. Í kjölfarið lá leið hennar út í heim og hefur hún nánast búið erlendis síðan. Gígja var 18 ára þegar hún vann í keppninni en hún hefur búið í Lúxemborg í 20 ár.

„Gígja hefur verið að tískuvæða Lúxemborg síðustu ár en við höfum þekkst frá því við vorum í Módelsamtökunum hér í den,” segir Ingibjörg og bætir við: „Við höfum verið að kynna silki- og kasmírklúta frá Saga Kakala í gegnum hana í Lúxemborg og nágrenni og í kringum þá vinnu kom þessi hugmynd upp, að hönnun og tíska frá þessum tveimur löndum myndi mætast í Lúxemborg.“

„Við leggjum upp úr að vera með ólíkar vörur sem segja sögur og sem þú getur ýmist sett á þig, klætt þig í eða skreytt þig með,” útskýrir Ingibjörg en íslensku merkin sem verða á sýningunni eru Erling design með silfur skartgripi, SIGGA MAIJA með fatnað, Saga Kakala með silkislæður, Further North með töskur og Soley Organics með snyrtivörur.

„Ég trúi á íslenska hönnun og hlakka til að fá viðbrögð frá erlendum aðilum,” segir Ingibjörg um viðburðinn sem hefur nú þegar vakið athygli í Lúxemborg og nágrenni. Auk íslensku og ísraelsku vörumerkjanna verður sýning á teikningum af götutísku borganna beggja, Reykjavíkur og Tel Aviv.

Sigga Maja, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Sóley Elíasdóttir, Erling Jóhannesson og …
Sigga Maja, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Sóley Elíasdóttir, Erling Jóhannesson og Gígja Birgisdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál