Kemst ekki í sund vegna stórra brjósta

mbl.is/ThinkstockPhotos

Sæl,

ég er 40 ára og hætt barneignum og mig langar til þess að  fara í brjóstaminnkun. Ég er í stærð H og 34 utan um mig. Brjóstin á mér hafa alltaf hrjáð mig þegar kemur að hreyfingu, fatakaupum og bara í öllu. Ég hef alltaf þurft að kaupa of stór föt svo brjóstin komist líka fyrir og ég fæ ekki brjóstahaldara á mig á Íslandi. Þetta gerir það að verkum að ég get ekki farið í sund vegna þess að sundbolir eru ekki fáanlegir fyrir mig nema þeir séu sérsaumaðir. 

Nú var mér sagt af öðrum lýtalækni að ég væri með stór þung og breið brjóst og að þetta yrði erfið aðgerð. Ég er 163 á hæð og er 75 kg, stórbeinótt. Hann sagði að ég þyrfti að vera á milli 58 kg og mest 62 kg og vera búin að halda mér í þeirri þyngd í 2 ár sirka, þá myndi hann hugsa það að gera þessa aðgerð, svo vísaði hann mér á dyr.

Myndir þú geta hjálpað mér með þetta og hvernig er það, er hægt að gera bara eina aðgerð í einu eða er hægt að gera fleiri aðgerðir í einu? Eins og svuntuaðgerð, vil líka láta laga lausa húð á lærum sem er ofarlega og er laus eftir fitusogsaðgerð fyrir um það bil 20 árum. 

Með bestu kveðju,

ein vongóð

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ef 75 kg er þyngdin sem þú telur þína kjörþyngd þá ætti ekki að vera þörf á því að léttast niður í 58-62 kg til þess að framkvæma aðgerðina þína. Brjóstaminnkun/lyfting er nokkurra klukkustunda aðgerð og það eru auknar líkur á fylgikvillum ef önnur aðgerð er framkvæmd um leið. 

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál