As We Grow hlaut virt alþjóðleg verðlaun

Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og annar eigandi As We Grow.
Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og annar eigandi As We Grow. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hönnunarfyrirtækið As We Grow hlaut hin virtu Junior Design Awards, sem eru ein helstu verðlaun á sviði hönnunarvara- og fatnaðar fyrir börn í Bretlandi. Hlaut As We Grow viðurkenningu í flokknum besta alþjóðlega barnafatamerkið.

Meðal keppanda voru mikið af þekktum og virtum hönnunarmerkjum og verslunum. „Þess vegna er mikill heiður fyrir As We Grow að fá þessa viðurkenningu,“ segir í tilkynningu frá hönnunarfyrirtækinu. 

Dómarar höfðu það á orði hve vel As We Grow hefði tekist að þróa og hanna föt sem væru allt þrennt í senn: fallega hönnuð, úr framúrskarandi gæðum og gerð til þess að endast lengur. 

„Þetta er frábær viðurkenning fyrir okkur og ómetanleg hjálp í þeirri vinnu sem við erum í núna, að markaðssetja As We Grow á enskumælandi mörkuðum,“ segir Gréta Hlöðversdóttir ,annar eigandi og framkvæmdastjóri As We Grow, um verðlaunin sem og Hönnunarverðlaun Íslands sem fyrirtækið hlaut árið 2016. 

Prjónakápan er frá As We Grow.
Prjónakápan er frá As We Grow. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is