Heitustu haustilmvötnin í ár

„Þegar rökkva tekur með haustinu færist gjarnan yfir okkur löngun í hlýrri og dýpri ilmvötn. Það er ávallt spennandi á sjá haustilmvötnin koma á markað og þetta eru þau ilmvötn sem standa upp úr í ár,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni í sínum nýjasta pistli: 

1. Dolce & Gabbana The One Eau de Toilette, 13.399 kr./50ml

Kvenleiki, fágun og kynþokki er allt saman komið í eina flösku frá Dolce & Gabbana en þetta er léttari útgáfa af hinum sívinsæla The One Eau de Parfum. Napólí veitti Michel Girard innblástur fyrir hönnum ilmsins en honum er ætlað að höfða til lífsglöðu og hvatvísu hliða kvenna. Ilmurinn er örlítið púðurkenndari en sá upprunalegi en heldur ferskleika sínum með ítölsku bergamot, liljum og ylang-ylang. Botninn samanstendur svo meðal annars af vetiver, vanillu og amber. Andlit ilmsins er Emilia Clarke, sem þekkt er úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, og var auglýsingaherferðin að sjálfsögðu tekin upp í Napólí. 

o.49460

Emilia-Clarke-Stars-Dolce-Gabbana-One-Fragrance-Campaign

2. Gucci Bloom, 9.699 kr./30ml
Ímyndaðu þér blómstrandi garð sem fyllir lyktarskyn þitt ferskum ilmi. Nýjasti ilmur ítalska tískuhússins er sá fyrsti undir stjórn nýja listræna stjórnandans Alberto Morillas og einkennist af orku og fjölbreytni en jafnframt fágun og er nútímalegur. Sérlega falleg ilmvatnsflaskan er gerð úr postulíni og inniheldur ilm sem einkennist af hvítum blómum, svo sem sambac-jasmínu og tuberose-blómum, blönduðum viðarkenndum tónum orris-rótar og blátopps. Andlit ilmsins eru þær Dakota Johnson, Petra Collins og Hari Nef en auglýsingaherferðin var tekin upp í New York.

GucciBloom1

GucciBloom2

3. Andrea Maack Birch, 13.900 kr./50ml (Madison-ilmhús)

Hin íslenska Andrea Maack sendir frá sér nýjan ilm í haust sem nefnist Birch en á meðan hún vann að hönnun ilmsins dvaldi hún í fjölskyldubústaðnum sem byggður var af afa hennar á sjötta áratug síðustu aldar. Þar brann varðeldur undir miðnætursólinni og morgundagurinn var óralangt í burtu. Ilmurinn hefst á bergamot og engifer sem róar krydduðu nóturnar af ríkum, mjúkum og viðarkenndum tónum sem liggja á beði patchouli og muskus.

21912803_10210572930423750_1976448713_n

4. Calvin Klein Obsessed for Women, 7.999 kr./30ml

Hinn goðsagnarkenndi ilmur Obsession frá Calvin Klein mun víkja fyrir hinum nýja Obsessed en sá síðarnefndi blandar saman minningu og þrá, hinu kvenlega og því karllæga, fortíð og framtíð. Calvin Klein Obsessed byggir á hvítu lavander og sítruskenndum tónum. Kate Moss er andlit ilmvatnsins en senn eru liðin 25 ár frá herferð hennar fyrir Calvin Klein Obsession. Þá var hún fyrsta konan til að leiða herferð fyrir herrailm en í auglýsingaherferð Calvin Klein Obsessed eru notaðar áður óséðar myndir af fyrirsætunni sem teknar voru fyrir Obsession-herferðina.

cakosdw_aedp10-o__5

kate-5

5. Hugo Boss The Scent for Her Intense, 8.399/30ml

Hugo Boss færir okkur ákafari útgáfu af The Scent for Her en máttur tælingarinnar er innblásturinn á bak við ilminn. Kvenleg fágun og hlýleiki kemur fram með tónum af hunangslegnum ferskjum blönduðum við vanillu og dökkt kakó. Andlit ilmvatnsins er áfram þýska fyrirsætan Anna Ewers.

o.48391

19119_GA_HGB_11_07_180_RGB-640

6. Chanel Gabrielle Chanel, 16.299 kr./50ml

Nýjasta ilmvatn Chanel einkennist af fjórum hvítum blómum: jasmín, ylang-ylang, appelsínublómi og tuberose frá Grasse. Hægt er að lesa nánar um ilmvatnið og innblástur þess hér

o.56658

7. Jean Paul Gaultier Scandal, 9.999 kr./30ml

Scandal er ætlað að brjóta allar klisjur og ilminum er ætlað að bjóða upp á eitthvað nýtt og nútímalegt en í senn á hann að veita okkur kraft og fágun. Helstu ilmtónarnir eru blóðappelsína, hunang, patchouli og gardenia sem skapa kremaða, jarðbundna og balsamíska upplifun með hlýjum og djúpum áhrifum frá viðarkenndum tónum.

JPG_Scandal_Packshots_06_0853

JPG_Scandal Model_210x297_Print UK

8. Guerlain Mon Guerlain, 8.999 kr./30 ml

Mon Guerlain er óður til hins nútíma kvenleika sem einkennist af styrk og frelsi en leikkonan Angelina Jolie er andlit ilmsins og sagði Jacques Guerlain að ilmhúsið byggi til ilmvötn fyrir konur sem það dáist að. Ilmurinn einkennist af vanillu, jasmín og lavander og er hannaður af Thierry Wasser.

84431_ptdmns_mon_guerlain_720

AJ


9. Byredo Velvet Haze, 15.200 kr./50ml (Madison-ilmhús)

Nýjasta ilmi Byredo er ætlað að færa okkur í vellíðunarmók, veita okkur afslöppun og tímaleysi. Ilmur af sætu kókosvatni víkur fljótlega fyrir patchouli og flauelsmjúkar kakóbaunir og villt muskus umlykja allt saman með ríkum jarðartónum. 

375x500.46358

10. Lancome La Vie est Belle L'Éclat, 6.990 kr./30ml

Ljómandi og fersk útgáfa af hinu vinsæla La Vie Est Belle-ilmvatni Lancome einkennist af appelsínublómi sem gjarnan er titlað blóm ljóssins. Með sítruskenndum tónum, hvítum blómum og vanillu er ilmurinn léttur og sætur en ný hönnun ilmvatnsflöskunnar dreifir ljósbrotum allt í kring sem endurspeglar hið jákvæða ljós sem ilmurinn endurspeglar. 

o.56594

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál