Fullkomin leið til að slétta hárið

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi heildsölunnar bPro slétti hárið á Móeiði Svölu Magnúsdóttur. Áður en hafist var handa var hárið á henni þvegið upp úr Dimond Dust sjampóinu frá label.m en það gefur hárinu góðan raka og færir því aukinn glans. Áður en hárið var sléttað þurfti að blása það og áður en það var blásið setti Baldur Volume Mousse frá label.m í hárið til að fá loft í rótina.

„Það skiptir máli til að fá fallega áferð og til þess að hárið fitni síður. Nauðsynlegt er líka að setja hitavörn í hárið áður en það er blásið og sléttað. Oft er talað um að það sé hitavörn í mörgum blástursefnum en það er oftast ekki nóg þegar notuð eru alvöru tæki. Ég mæli með því að lesa aftan á og passa að vörnin nái í það hitastig sem járnið er að gefa. Heat Protection frá label.m á að vera til á öllum heimilum þar sem hár græjur eru til,“ segir Baldur.

Hann mælir svo með því að setja smá olíu í endana fyrir og eftir sléttun, en það þurfi að passa vel upp á að setja alls ekki of mikið.

„Auðvitað mæli ég með Therapy olíunni frá label.m hún er rosalega uppbyggjandi en létt og þyngir ekki hárið, hún er líka glær og hefur engin áhrif á lit hársins. Í lokin er frábært að setja Wax spray, það tekur litlu hárin sem stingast hér og þar út og gefur glans. Einnig er rosalega næs að eiga í veskinu Wax stick sem er fyrir litlu baby hárin sem ansi oft er vesen með.“

Baldur segir að Móeiður hafi fundinn mikinn mun eftir að búið var að slétta á henni hárið með þessari tækni.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda