Harry og Meghan mættu í stíl

Meghan Markle og Harry Bretaprins eru samstíga, líka í klæðaburði.
Meghan Markle og Harry Bretaprins eru samstíga, líka í klæðaburði. AFP

Harry Bretaprins og Meghan Markle mættu í fyrsta skipti saman á opinberlegan kvöldviðburð í síðustu viku. Þau Harry og Meghan mættu nánast í eins fötum, það eina sem vantaði var bindi á Meghan og hælaskór á Harry. 

Harry var í fallegum bláum jakkafötum og í hvítri skyrtu. Meghan var klædd í svarta buxnadragt frá Alexander McQueen en verðandi svilkona hennar, Katrín hertogaynja, klæddist einnig hönnun frá tískuhúsinu sama kvöld. 

Katrín var þó klædd í síðkjól frá merkinu enda þekkt fyrir að klæðast oft kjólum. Meghan velur oft buxur fram yfir kjóla og færir konungsfjölskyldunni nútímalegan blæ með klæðnaði sínum. 

Buxnadragtir hafa verið vinsælar að undanförnu og skemmst er að minnast Grammy-verðlaunanna um síðustu helgi þar sem buxnadragtir voru í aðalhlutverki. 

Meghan Markle og Harry Bretaprins.
Meghan Markle og Harry Bretaprins. AFP
Meghan Markle.
Meghan Markle. AFP
mbl.is