Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

Meghan finnst mikilvægt að það glitti í freknurnar.
Meghan finnst mikilvægt að það glitti í freknurnar. AFP

Meghan Markle hefur vakið mikla athygli undafarna mánuði fyrir flottan fatastíl og fallega útgeislun. Hárgreiðslukonan og förðunarfræðingurinn Lydia F. Sellers vann með Meghan í tvö ár áður en hún flutti til Lundúna síðastliðið haust til þess að vera með unnusta sínum, Harry Bretaprins. 

Sellers sagði Refinery29 að stíll og útlit Meghan hafi lítið beyst síðan hún trúlofaðist Harry. Sellers segir að Meghan sé meðvituð um þær snyrtivörur sem hún noti en um leið sé það mjög áreynslulaust. „Hún vill bara líta út eins og betri útgáfa af sjálfri sér. Það er eitthvað sem hún trúir á,“ sagði Sellers og upplýsir um eitt atriði sem hún bað Sellers alltaf um þegar hún farðaði hana. 

Meghan lagði alltaf áherslu á við Sellers að það sæist í freknurnar og að andlitsfarðinn væri ekki of mikill. Sellers notaði því vörur sem hún gat auðveldlega dreift úr í stað þess að maka á hana farða eins og kökukremi. 

Meghan er oftast með hárið slegið.
Meghan er oftast með hárið slegið. AFP

Látleysi einkennir ekki bara förðunarstílinn heldur líka hárstíl Meghan. Oft er hár hennar greitt aftur í lítinn tjásulegan snúð rétt eins og hún hafi greitt sér sjálf. Sellers segir að Meghan hafi annaðhvort beðið hana um að slétta aðeins hárið eða setja litlar bylgjur í það. „Ekkert of mikið,“ var Meghan vön að segja. 

Þegar Sellers er beðin um að geta til um brúðarhárgreiðslu Meghan gerir hún ráð fyrir að Meghan verði með slegið hár hvort sem það verður slétt eða með bylgjum í. 
Meghan Markle með náttúrulega hárgreiðslu.
Meghan Markle með náttúrulega hárgreiðslu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál