Taktu inn sama vítamín og Kim Kardashian

Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár.
Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár á höfðinu. Nú hefur hún ljóstrað því upp hver galdurinn á bak við þetta er.

Og mamman, Kris Jenner, fær sér svona vítamín líka.
Og mamman, Kris Jenner, fær sér svona vítamín líka.

Kardashian borðar bláa hlaupbangsa sem er ekki beint sælgæti heldur hárvítamín. Systur hennar Kyle Jenner og Kourtney Kardashian eru líka að taka inn sömu vítamín með góðum árangri. Til þess að fá þetta fallega hár eru þær að borða SugarBearHair. Fríða Rut Heimisdóttir eigandi heildsölunnar Regalo segir að þessi hárvítamín séu ekki bara vinsæl erlendis heldur seljist hlaupbangsarnir vel hérlendis. 

„Við erum mjög stolt og ánægð að hafa náð að koma með SugarBearHair hárvítamínunum á markað hér á landi. Þessi hárvítamín hafa slegið í gegn víða um heim. SugarBearHair er framleitt í Bandaríkjunum og innihalda bestu efni sem völ eru á til að tryggja að varan skili árangri og bragðist og lykti vel. Þetta eru vísindalega rannsökuð efni sem sannað hefur verið að auka hárvöxt og gljáa og minnka slit og brotna enda. Þetta lítur raunar út og bragðast eins og hlaupabangsar sem maður kaupir á nammibarnum í stórverslunum en eru frábær vítamín fyrir hár, húð og neglur. Hlaupið er búið til úr alvöru berjum og það gerir bragðið yndislega sætt. Við þetta er bætt kókosolíu og örlitlum sykri. Mest um vert er að þetta mun vera að virka samkvæmt þeim sem hafa prófað þessar vörur hér heima og úti," segir Fríða Rut og bætir við: 

„Kardashian systur hafa lýst því yfir í fjölmiðlum vestanhafs að þær séu hæstánægðar með vítamín bangsana. Þeim systrum er sérlega umhugsað um útlitið og hárið," segir Fríða Rut. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál