Hannar brúðarkjóla sem eldast vel

Stúlkur í brúðkjólamátun skála í kampavíni.
Stúlkur í brúðkjólamátun skála í kampavíni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Berglind Hrönn Árnadóttir er eigandi brúðarkjólaverslunarinnar Begga Design. Hún er búsett í Madríd en kemur reglulega til landsins. Í verslun sinni leggur hún áherslu á góða þjónustu í fallegu umhverfi þar sem brúðurin getur komið og valið sér flík sem hentar fullkomlega fyrir stóra daginn. 

Berglind lauk námi í fatahönnun frá IADE listaskólanum í Madrid árið 2002, tók svo master í miðlun og markaðssetningu tengdri tísku að því loknu. Hún hefur frá útskrift unnið ýmis störf tengd tísku. Kenndi m.a. í nokkur ár við listaháskóla í Madrid og í Barcelona. En einnig vann hún í nokkur ár sem hönnuður fyrir fyrirtæki á Spáni. Árið 2016 opnaði hún Begga Design. Í fyrstu bauð hún upp á fatnaðinn í gegnum heimasíðuna sína og var með sýnishorn í heimahúsi. Í febrúar á síðasta ári opnaði hún fallega verslun að Laugavegi 168.
Að máta brúðarkjólinn er stór þáttur af undirbúningi fyrir brúðkaupið.
Að máta brúðarkjólinn er stór þáttur af undirbúningi fyrir brúðkaupið. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Með ástríðu fyrir fallegum og vel gerðum flíkum

Aðspurð hvort hún hafi alla tíð haft áhuga á brúðarfatnaði segir hún: „Nei reyndar ekki. Þetta byrjaði nú svolítið af tilviljun. Ég gerði litla brúðarlínu sem ég var með í sölu í verslun sem ég rak fyrir nokkrum árum. Þetta vatt síðan bara upp á sig og mér fannst vera gat í brúðarkjólamarkaðnum hérna á Íslandi. Þannig að ég og maðurinn minn ákváðum bara að slá til og prófa. Svo hef ég alltaf haft mikla ástríðu fyrir fallegum og vel gerðum flíkum og hef alltaf verið meira í hönnun á þessháttar flíkum í stað hversdagsfatnaðar.“

Hvaða máli skiptir brúðarkjólinn að þínu mati?

„Það er auðvitað bara mjög persónubundið. Sumar vilja látlaust brúðkaup og eru ekkert svo mikið að spá í kjólnum. En svona fyrir þær sem vilja halda eftirminnilegt brúðkaup með öllu tilheyrandi. Þá finnst mér brúðarkjóllinn skipta töluverðu máli. Þá aðallega að hann sé þægilegur, henti persónuleika brúðarinnar og ekki er nú verra ef hann eldist vel svo það sé ekki hræðilegt að skoða myndirnar eftir 20 ár.“

Brúðarkjólarnir í Begga Design eru fallegir.
Brúðarkjólarnir í Begga Design eru fallegir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Elskar allt ferlið

Hvernig er að starfa í þessari grein?

„Ég hef mikla ástríðu fyrir vinnunni minni. Ég elska allt ferlið. Hugmyndavinnuna í upphafi hverrar línu. Efnisleit, hönnunina sjálfa og sníðagerðina. Skemmtilegast af öllu þessu finnst mér að gera prótótýpuna og sjá hana tilbúna. Þetta geri ég allt sjálf,“ segir Berglind og bætir við. „Svo er mjög ánægjulegt að sjá þegar nýja línan er komin upp, straujuð og fín í versluninni okkar. Einnig hef ég mjög gaman af því að sjá um mátanir annað slagið, því þar sér maður svo vel hvað virkar og hvað ekki eða hvað vantar inn í línuna. Það er rosalega mikilvægt að fá feedback frá viðskiptavinunum.

Verslunin er þannig hönnuð að brúðkjólamátunin lifir í anda brúðarinnar …
Verslunin er þannig hönnuð að brúðkjólamátunin lifir í anda brúðarinnar um ókomna tíð. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

En auðvitað er þetta líka erfitt á köflum, sérstaklega byrjunin. Það felst mikil vinna í að byrja svona fyrirtæki frá grunni og þetta er líka dýrt. Þannig að maður verður í raun að hafa óbilandi trú á verkefninu og ekki leyfa erfiðu dögunum að buga sig.“

Ást er drifkrafturinn

Hvaða merkingu hefur ást og hjónaband í þínum huga?

„Ástin er drifkraftur í lífi okkar allra, myndi ég segja. Það að elska og vera elskuð af okkar nánustu er það mikilvægasta í lífinu ásamt heilsunni. Hjónabandið sem slíkt finnst mér ekki vera nein nauðsyn, en samt verð ég að segja að mér fannst mjög gaman að gifta mig og það er góð tilfinning að stíga þetta skref með þeim sem maður elskar.“

Það er hugsað fyrir öllu í mátun hjá Beggu.
Það er hugsað fyrir öllu í mátun hjá Beggu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Berglind gifti sig fyrir tveimur árum síðan. Þá eftir 9 ára samband og eitt barn. „Við giftum okkur hjá sýslumanni í Madrid. Við gerðum það ekki með miklum fyrirvara. En svona eftir á að hyggja þá sé ég eftir því að hafa ekki gert þetta með aðeins meiri tíma og skipulagningu. Þá aðallega vegna þess að ég hefði viljað fagna þessu með fleira af mínu fólki frá Íslandi líka. Ef vel á að vera, þá gerir maður þetta bara einu sinni og þetta er mjög sérstakur dagur. En svona er maður oft vitur eftir á.“

Að velja flík sem þér líður vel í

Berglind var í pilsi og blússu úr eigin smiðju. „Blússan er úr silki-krepefni með stuttum „cap“ ermum. Hún er flegin í bakið og skreytt blúndu með perlubróderingu. Svo var ég í síðu pilsi úr sömu blúndu. Svolítið svona vintage-stíll yfir þessu en mjög klassískt.“

Hverju þurfum við að huga að þegar við veljum okkur kjóla?

„Það sem mér finnst alltaf skipta mestu máli er að velja flík sem þér líður vel í. Þú átt eftir að vera í þessari flík í marga tíma og að öllum líkindum viltu getað borðað, dansað og skemmt þér vel í kjólnum. Ég hafði þetta allavega í fyrirrúmi sjálf þegar ég gifti mig. Það er nefnilega alveg hægt að vera stórglæsileg án þess að þjást. Ég er ekki alveg sammála þessu „Beauty is pain“.

Stundum er fengin lánuð dómgreind hjá fagfólki út í bæ. …
Stundum er fengin lánuð dómgreind hjá fagfólki út í bæ. Snapchat virkar vel í það. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Svo er mjög gott að hafa „ráðgjafa“. Þá á ég við mömmu, systur eða vinkonur sem maður fær með sér í mátunina en valið á alltaf að vera brúðarinnar. Það er nefnilega stundum þannig að ráðgjafarnir vilja ráða of miklu. Það er mikilvægt að hlusta á í hverju brúðurin sjálf er að finna sig í og taka tillit til þess.“

Látlausari kjólar vinsælir

Hvað er í tísku um þessar mundir tengt brúðarkjólum?

„Það er frekar breið tíska í gangi í brúðakjóla-bransanum. Það fer bara mjög mikið eftir því hvernig týpa brúðurin er og hvaða stíl hún velur sér. Hefðbundnir kjólar eiga alltaf sinn fasta sess, en þeir eru samt ekki eins stífir og fyrirferðarmiklir og þeir voru fyrir nokkrum árum síðan. Einnig er mikið um minimalíska kjóla með látlausu sniði að ógleymdum kjólum í „boho“ og „vintage“ stíl. Það er mikið um tjull og blúndur og létt efni, gegnsæ efni og blúndur með perlusaums-bróderingum. Einnig er mikið um liti, líkt og í fyrra þá var bleiki liturinn mjög sterkt inni og einnig kampavínslitur, fölgrár, fölblár og jafnvel sterkir litir í beltum og smáatriðum. Hvað varðar hár og makeup, þá er náttúrulegt lúkk meira inn núna. Ekki of mikið makeup og hár að hluta til slegið. Svo er eitt af aðal Instagram trendunum núna falleg hárskraut eins og postulíns blómakórónur og einföld mjúk tjull slör í hárið. Í nýrri útfærslu.“

Fallegur húsbúnaður í versluninni Begga Design.
Fallegur húsbúnaður í versluninni Begga Design. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvað eruð þið að gera skemmtilegt í þessu um þessar mundir?

„Við erum að vinna að ýmsum nýjungum varðandi þjónustu til að bjóða uppá fyrir þetta brúðkaupstímabil. Nýja línan okkar fyrir 2018 kom í verslunina okkar í febrúar og nú erum við að þreifa okkur áfram með ýmsa hluti tengda „wedding planners“ til að geta boðið uppá heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar. Svo erum við yfirleitt með opin hús mánaðarlega og þá nýtum við tækifærið til að kynna ýmsar vörur sem við bjóðum uppá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál