Undirfötin í heimlán

Brúðarkjóllinn er oftar en ekki í forgrunni en undirfötin eru ekki síður mikilvæg og þau þurfa að passa vel. Það er glatað að gifta sig í óþægilegum nærbrókum eða brjóstahaldara með hlýrum sem síga út á axlirnar. 

Það er að mörgu að huga fyrir stóra daginn og oft gleymist að gefa smáatriðunum nægilegan gaum en það eru einmitt þau sem gera svona stórar stundir eitthvað svo einstakar. Val á undirfötum fyrir stóra daginn er mikilvægt því þau þurfa að passa vel undir kjólinn hvort sem þau eiga að sjást eða ekki og umfram allt vera þægileg. Gamlar og úrsérgengnar hefðir kenndu okkur að vera í einhverju sem grennti mittið, ýtti upp brjóstunum og hvítt það eina sem brúðurin gat látið sig dreyma um að klæðast undir kjólnum. Oftar en ekki voru þægindin aukaatriði en sem betur fer eru þetta allt úreltar hugmyndir.

Í dag máttu gera hvað sem er, þetta er nú einu sinni dagurinn þinn. Ef þú ætlar að vera hagsýn er Lindex góður kostur því þar er mikið úrval af fallegum undirfötum á góðu verði. Hægt er að fá ráðgjöf og mælingu í versluninni en Bravolution er byltingarkennd leið við val á brjóstahaldara. Hvort sem þú vilt fá hann mjúkan, spangarlausan, háan, lágan eða með push upp þá getur þú verið viss um að þú finnur þinn eina sanna í Lindex. Ef þú ert ekki alveg viss getur þú fengið brjóstahaldara í heimlán til að máta undir kjólinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál