Fékk áfall þegar hún sá Díönu í kjólnum

Díana prinsessa og Karl Bretaprins giftu sig árið 1981.
Díana prinsessa og Karl Bretaprins giftu sig árið 1981. AFP

Elizabeth Emanuel hannaði brúðarkjól Díönu prinsessu ásamt þáverandi eiginmanni sínum, David Emanuel. Elizabeth segist hafa fengið áfall þegar hún sá Díönu í kjólnum á brúðkaupsdeginum.

Samkvæmt Mirror ræddi Elizabeth um kjólinn nýverið í sjónvarpsviðtali. Sjónvarpsþátturinn var hluti af upphitun fyrir næsta konunglega brúðkaup en þau Harry og Meghan ganga í það heilaga á laugardaginn og ríkir mikil spenna yfir brúðarkjól Meghan. 

Elizabeth greindi frá því að henni hefði fundist kjóllinn orðinn full krumpaður þegar Díana mætti í kirkjuna. „Við vissum að hann myndi krumpast en þegar við sáum hana koma að St. Paul's-kirkjunni og sáum hvernig hann hafði krumpast leið mér eins og ég myndi falla í yfirlið,“ sagði hönnuðurinn. „Ég var skelfingu lostin, í alvöru, af því það voru frekar mikið af krumpum.“

Krumpunar komu þó ekki að sök og er brúðarkjóllinn er sá eftirminnilegast í sögunni. Díana og Karl Bretaprins giftu sig árið 1981 eru sagður hafa kostað níu þúsund pund á sínum tíma en í dag eru níu þúsund pund rúmar 1,2 milljónir. Í dag hefði kjóllinn því kostað töluvert meira en á honum voru meira en tíu þúsund perlur. 

Kjóllinn var krumpaður þegar Díana mætti í kirkjuna.
Kjóllinn var krumpaður þegar Díana mætti í kirkjuna. AFP
Brúðarkjóll Díönu prinsessu er einn sá eftirminnilegasti.
Brúðarkjóll Díönu prinsessu er einn sá eftirminnilegasti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál