Hárið verður eins og í sjampóauglýsingu

Keratín-meðferðin inniheldur prótein og vitamín sem gerir það að verkum að utan á hárið myndast húð sem gefur því meiri glans og haggar því ekki í rigningu.

Ásta rekur Beautybarinn í Kringlunni og er þekkt fyrir að gera flottar hárlengingar. Nú er þessi keratín-meðferð að verða vinsælli og vinsælli.

Keratín hármeðferð gengur út á að fylla út í skemmdir …
Keratín hármeðferð gengur út á að fylla út í skemmdir í hárinu. Ljósmynd/Aðsend

„Meðferðin gengur út á að fylla út í skemmdir í hárinu. Ef fólk myndi setja hárið á sér undir smásjá kæmi ljós að það liti út eins og jólatré. Í meðferðinni fyllum við í þær skemmdir með því að setja efni utan á hárið. Meðferðin breytir ekki hárinu heldur dofnar með tímanum en meðalending á meðferð er um hálft ár,“ segir Ásta.

Þegar hún er spurð að því fyrir hvaða fólk þessi meðferð sé segir hún að meðferðin sé fyrir þá sem eru með úfið hár eða hár sem hefur skemmst við aflitun.

„Ef þú ert með liði sem þú vilt losna við þá sléttist hárið í meðferðinni en þessi meðferð gerir hárið rennislétt. Ef fólk fer út í rigningu verður hárið ekki úfið heldur helst rennislétt og glansandi,“ segir Ásta.

En hvernig er með þá sem vilja setja krullur í hárið með venjulegu krullujárni, er það hægt?

„Já, hægt er að nota öll járn í hárið.“

Ásta segir að þau séu að fá mikið af uppteknum konum í meðferðina því hún spari svo mikinn tíma á morgnana.

„Fólk getur farið í sturtu, þurrkað hárið með handklæði og labbað út og hárið verður eins og í sjampóauglýsingu,“ segir hún.

Hárið fyrir meðferð.
Hárið fyrir meðferð.
Hárið eftir meðferð.
Hárið eftir meðferð.
Hárið fyrir meðferð.
Hárið fyrir meðferð.
Hárið eftir meðferðina.
Hárið eftir meðferðina.





Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál