Meistari í að teikna upp fallega hönnun

Fallegar teikningar var eitt af því sem einkenndi Yves Saint …
Fallegar teikningar var eitt af því sem einkenndi Yves Saint Laurent og vinnu hans sem tískuhönnuður. AFP

Nú eru 10 ár liðin frá því tískuhönnuðurinn Yves Saint Laurent dó. Af því tilefni eru teikningar hans til sýningar í samnefndu safni í París um þessar mundir.

Fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent vakti athygli víða um heiminn fyrir fallega hönnun og einstakan stíl. Þar sem tískuhúsið hans var til staðar í París, á Avenue Marceau, er nú búið að setja upp fallegt safn sem ber nafn hönnuðarins. Í safninu eru nú til sýnis 60 teikningar eftir hönnuðinn, til minningar um hann.

Sýningin opnaði 29. maí og stendur til 9. september á þessu ári. Það er nokkuð víst að hún mun draga til sín fólk víðs vegar að sem hefur áhuga á að minnast hans. Þess má geta að eitt af því sem hann þótti hvað bestur í var að teikna upp fallega hönnun. Myndunum hans fylgdu vanalega afar góðar lýsingar að sögn þeirra sem unnu með honum.

Teikningar eftir Yves Saint Laurent eru til sýnis í samnefndu …
Teikningar eftir Yves Saint Laurent eru til sýnis í samnefndu safni í París um þessar mundir. AFP
Einfalt og fallegt með góðum útskýringum.
Einfalt og fallegt með góðum útskýringum. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál