Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

Myndaþátturinn Floral eftir Kára Sverriss. einblínir á sumarlega og litríka …
Myndaþátturinn Floral eftir Kára Sverriss. einblínir á sumarlega og litríka förðun. ljósmynd/Kári Sverriss

Það þarf ekki að vera dýrt að ná lúkkinu beint upp úr tískutímaritunum en vörur frá NYX og Maybelline voru að mestu notaðar til að farða fyrir myndaþáttinn Floral sem íslenskt teymi gerði á dögunum fyrir tískutímaritið ELLE í Serbíu. 

Förðunin var fersk með áköfum litum sem notaðir voru á augun en þetta er tilvalin leið fyrir fólk á öllum aldri til að leika sér með liti í förðun sinni án þess að ofgera andlitinu. Sara Dögg Johansen, annar eigandi Reykjavík Makeup School, sá um förðun og hár fyrir myndaþáttinn sem tekinn var af hinum margrómaða ljósmyndara Kára Sverriss. Fyrirsætan Anna Braun sat fyrir framan myndavélina og Erna Hreinsdóttir sá um stíliseringu.

Bleikir og rauðir tónar förðunarinnar endurspegla blómið.
Bleikir og rauðir tónar förðunarinnar endurspegla blómið. ljósmynd/Kári Sverriss

Grunnur

Ljómi og ferskleiki einkenndu grunn förðunarinnar og notaði Sara ljómakrem frá Maybelline yfir alla húðina áður en hún jafnaði út húðlitinn með farða frá MAC. Að lokum spreyjaði hún rakaspreyi með gylltum ljóma frá MAC yfir alla húðina.

Maybelline Master Strobing Liquid, MAC Face and Body Foundation og …
Maybelline Master Strobing Liquid, MAC Face and Body Foundation og MAC Fix+ (Goldlite).
Gulur augnskugginn er áhugaverð nýbreytni.
Gulur augnskugginn er áhugaverð nýbreytni. ljósmynd/Kári Sverriss

Skygging og ljómi

Sara notaði skyggingarpallettu frá NYX til að móta andlitið og svo tvö mismunandi ljómapúður í stað kinnalitar.

NYX Contour Pro Palette, Bobbi Brown Highlighting Powder (Pink Glow) …
NYX Contour Pro Palette, Bobbi Brown Highlighting Powder (Pink Glow) og Anastasia Beverly Hills Illuminator (Peach Nectar).
Sara blandaði glossi við rauðan augnskuggann til að fá þéttari …
Sara blandaði glossi við rauðan augnskuggann til að fá þéttari áferð og vatnskennt útlit á augnlokin. ljósmynd/Kári Sverriss

Augnförðun

Áberandi litir augnförðunarinnar voru skemmtilegir og notaði Sara einungis eina augnskuggapallettu frá NYX til þess. Til að fá aukna ákefð í litina bleytti hún stöku sinnum upp í augnskuggaburstanum.

NYX Ultimate Shadow Palette (Brights).
NYX Ultimate Shadow Palette (Brights).

Varir

Söru finnst gaman að blanda saman mismunandi áferðum og litum til að framkalla hinn fullkomna lit en hún segist ávallt byrja með hlutlausan varalitablýant áður en lengra er haldið. Stöku sinnum notaði hún svo bleika og rauða liti úr augnskuggapallettunni á varirnar til að fá meiri lit.

NYX Lip Pencil (Natural) og NYX Butter Gloss (Tiramisu og …
NYX Lip Pencil (Natural) og NYX Butter Gloss (Tiramisu og Praline).
Hárið var mótað með bylgjujárni frá HH Simonsen og mótunarvörum …
Hárið var mótað með bylgjujárni frá HH Simonsen og mótunarvörum frá Label.m. ljósmynd/Kári Sverriss

Hárið

Bylgjujárnið Rod VS9 frá HH Simonsen var notað í allt hár fyrirsætunnar til að fá flottar bylgjur í hárið. Volume Texture Sprey frá Label.m var notað til að auka umfang hársins og svo var hárkremið Soufflé frá Label.m notað í endana og að lokum var glansspreyinu Shine Mist frá Label.m spreyjað yfir hárið.

HH Simonsen Rod VS9, Label.m Shine Mist, Label.m Volume Texturizing …
HH Simonsen Rod VS9, Label.m Shine Mist, Label.m Volume Texturizing Spray og Label.m Soufflé.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál