Baldur hefur sjaldan verið glaðari

Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro var í essinu sínu eftir …
Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro var í essinu sínu eftir verðlaunaafhendinguna.

Um það bil 100 einstaklingar úr íslenska hárgreiðslubransanum héldu til Lundúna síðustu helgi til að taka þátt í Mainstage, árlegri hátíð label.m og Toni & Guy. Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro segir að hátíðin hafi verið óvenju glæsileg í ár. Ástæðan var sú að í desember í fyrra lést Toni Moscalo stofnandi Toni & Guy og var hans minnst með því að gera hátíðina óvenju glæsilega. 

Harpa Ómarsdóttir var valin label.m ambassador of the year sem …
Harpa Ómarsdóttir var valin label.m ambassador of the year sem þýðir að hún mun vinna á tískuvikunni í Lundúnum á næsta ári.

„Listrænir stjórnendur Toni & Guy og label.m frumsýndu nýju línurnar sínar og auglýsingaherferð merkjanna var kynnt fyrir okkur. Hátíðinni lauk svo formlega á mánudeginum með miklum hátíðarkvöldverði og verðlaunahátíð þar sem dreifingaraðilar alls staðar að úr heiminum voru samankomnir. Label.m á Íslandi fór heim með þrenn verðlaun en hárgreiðslumeistarinn Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie, og ambassador label.m á Íslandi var valin label.m Ambassdor of the Year sem þýðir að hún er nú komin með fast sæti í teymi label.m á London Fashion Week og fleiri stórum viðburðum. Harpa hlaut einnig verðlaunin Photo of the Year í The Look Competition. Kári Sverriss ljósmyndari tók myndina sem var framlag Hörpu í keppnina. Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir, stílisti var Anna Clausen og um förðun sá Sara Johansen annar eigandi Reykjavík Make-Up School,“ segir Baldur Rafn.

Hér er mynd ársins sem Harpa Ómarsdóttir fékk verðlaun fyrir.
Hér er mynd ársins sem Harpa Ómarsdóttir fékk verðlaun fyrir. Ljósmynd/Kári Sverriss

„Þetta er mikill heiður en þúsundir mynda eru sendar inn í keppnina á hverju ári. Label.m á Íslandi eða bpro hlaut svo verðlaunin Brand Communication Award fyrir kynningu á merkinu á Íslandi. Verðlaunin komu okkur öllum í opna skjöld svo bpro liðið fór með mikilli gleði og stolti út í nóttina,“ segir hann. 

Eamonn Boreham, Harpa Ómarsdóttir, Paul og Sacha Mascolo dóttir Toni …
Eamonn Boreham, Harpa Ómarsdóttir, Paul og Sacha Mascolo dóttir Toni Mascolo og Global Creative Director Toni&Guy.
Arna, Fía, Lena og Baldur Rafn.
Arna, Fía, Lena og Baldur Rafn.
Af sviðinu á Mainstage eftir sýningu Toni & Guy og …
Af sviðinu á Mainstage eftir sýningu Toni & Guy og label.m.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál