Umhverfisvænir hárlitir slá í gegn

Kirsten Demant sýnir hvernig best er að bera sig að.
Kirsten Demant sýnir hvernig best er að bera sig að.

Það var glatt á hjalla hjá bpro þegar fyrirtækið bauð viðskiptavinum á sýningu og námskeið til að læra meira um Davines og hárlitina þeirra. 

„Við fengum til okkar þjálfara frá Davines, hana Kirsten Demant frá Danmörku til að kynna fyrir okkur sinn heim. Kjarninn í öllu starfi Davines er að stuðla að sjálfbærni og kemur það skýrt fram í öllu starfi fyrirtækisins hvort sem það er framleiðsla á vörum eða daglegur rekstur skrifstofunnar. Davines hefur svokallaða B-Corp vottun en til að fá hana þurfa fyrirtæki að sýna bæði samfélgslega ábyrgð, vera umhverfisvæn og hafa ákveðið gagnsæi,“ segir Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro sem flytur inn Davines. 

Hann segir að þetta fyrirtæki sé í mikilli þróun og sé til dæmis búið að endurhanna hárlitina til að draga úr kolefnisspori framleiðslunnar. 

„Litirnir sem áður innihéldu mjólkurprótein innihalda núna kínóa prótein, en eins og við vitum svo mörg er framleiðsla á jurtum mun umhverfisvænni en framleiðsla á dýraafurðum,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál