Ljótustu gallabuxurnar í dag?

Svona líta umdeildu buxurnar út.
Svona líta umdeildu buxurnar út. skjáskot/Boohoo

Snjáðar gallabuxur hafa verið í tísku, rifnar gallabuxur líka en það nýjasta eru gallabuxur sem virðast vera á röngunni. Slíkar gallabuxur sem netverslunin Boohoo er með til sölu hafa vakið mikla athygli. 

Ekki eru allir sammála um hversu flottar buxurnar eru og umræða um þær skapast á samfélagsmiðlum enda lítur fyrirsætan út fyrir að hafa klætt sig í myrkri. 

Netverjar hafa ekki verið feimnir við að deila skoðun sinni á hönnuninni á Instagram-síðu fyrirtækisins. Benti einn á að hann þyrfti ekki að kaupa sér þessar gallabuxur enda átti hann buxur heima sem hann gæti farið í á röngunni. 

View this post on Instagram

Double tap if you’d wear this outfit! 💕⛓💕⛓ @yvzux (🔍 DZZ08354). #BOOHOObabes

A post shared by boohoo.com (@boohoo) on Jan 16, 2019 at 12:43pm PSTmbl.is