Kjólarnir á Grammy eldast misvel

Grammy-verðlaunin snúast ekki síður um tísku en tónlist.
Grammy-verðlaunin snúast ekki síður um tísku en tónlist. Samsett mynd

Grammy-verðlaunin verða haldin hátíðleg í kvöld í Bandaríkjunum. Eins og vanalega er búist við því að frægasta tónlistarfólk í heimi mæti og vekja fötin sem stjörnurnar klæðast ekki síður athygli en tónlistin. Þótt sumir kjólarnir eldist vel gera aðrir það ekki. Tískusagan kennir okkur þó að það ætti að aldrei að útiloka neitt þegar tíska er annars vegar.

Hver veit nema eitthvað í anda hvíta efnislitla kjólsins sem Toni Braxton klæddist á hátíðinni í febrúar 2001 líti dagsins ljós á rauða dreglinum í kvöld?

Toni Braxton vakti athygli fyrir afar efnislítinn kjóll á Grammy-verðlaunahátíðinni …
Toni Braxton vakti athygli fyrir afar efnislítinn kjóll á Grammy-verðlaunahátíðinni 2001. mbl.is/REUTERS/Sam Mircovich
Söngkonan Sheryl Crow og þáverandi unnusti hennar, hjólreiðakappinn Lance Armstrong, …
Söngkonan Sheryl Crow og þáverandi unnusti hennar, hjólreiðakappinn Lance Armstrong, tóku þátt í úthlutun verðlauna á Grammy-hátíðinni í Los Angeles árið 2005. Hún sló á létta strengi og sagðist hafa saumað kjól sinn úr gulum peysum, sem Armstrong hefði klæðst í gegnum árin í Frakklandshjólreiðakeppninni. mbl.is/REUTERS/Gary Hershorn.
Jennifer Lopez og Puff Daddy mættu saman sem par á …
Jennifer Lopez og Puff Daddy mættu saman sem par á Grammy-hátíðina árið 2000. Kjóllinn sem Lopez klæddist er einn af eftirminnilegri kjólum en hann er frá Versace. mbl.is/REUTERS/Mike Blake/
Britney Spears var í hvítu á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000.
Britney Spears var í hvítu á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000. mbl.is/REUTERS
Leikkonan Teri Hatcher úr Aðþrengdum eiginkonum vakti mikla athygli þegar …
Leikkonan Teri Hatcher úr Aðþrengdum eiginkonum vakti mikla athygli þegar hún mætti á Grammy-verðlaunin í Hollywood árið 2006 í bláum og gegnsæjum kjól, sem hannaður var af John Paul Gaultier. mbl.is/ REUTERS/Mario Anzuoni
Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2016 í fötum frá Marc …
Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2016 í fötum frá Marc Jacops. mbl.is/AFP
Rihanna í miklum bleikum kjól frá Giambattista Valli á Grammy-verðlaunahátíðinni …
Rihanna í miklum bleikum kjól frá Giambattista Valli á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2015. AFP
Beyonce á Grammy-verðlaunahátíðinni 2014.
Beyonce á Grammy-verðlaunahátíðinni 2014. mbl.is/AFP
Mæginin Sean Lennon og Yoko Ono á Grammy-verðlaunahátíðinni 2014.
Mæginin Sean Lennon og Yoko Ono á Grammy-verðlaunahátíðinni 2014. AFP
Fyrrverandi hjónin Katy Perry og Russell Brand í stíl á …
Fyrrverandi hjónin Katy Perry og Russell Brand í stíl á Grammy-verðlaununum 2011. mbl.is/AFP
Adele sópaði til sín verðlaunum árið 2017 en hún klæddist …
Adele sópaði til sín verðlaunum árið 2017 en hún klæddist flöskugrænum kjól frá Givenchy. mbl.is/AFP
Söngkonan Beyoncé var flott árið 2004 í gylltum kjól á …
Söngkonan Beyoncé var flott árið 2004 í gylltum kjól á Grammy-verðlaunahátíðinni. mbl.is/REUTERS/Mike Blake
Christina Aguilera var mikið máluð og með örþunnar augabrúnir á …
Christina Aguilera var mikið máluð og með örþunnar augabrúnir á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2004. mbl.is/REUTERS/Fred Prouser
mbl.is