8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að þessir farðar hér fyrir neðan …
Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að þessir farðar hér fyrir neðan hafi yngjandi áhrif á húðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða og búa þeir yfir ýmiskonar virkni: auka rakastig húðarinnar, vinna gegn fínum línum, draga úr dökkum blettum eða draga úr sjáanleika húðhola.

Chanel Sublimage Le Teint
Kremkenndur farði sem veitir miðlungs þekju og eykur ljóma húðarinnar með demantapúðri. Formúlan inniheldur Vanilla Planifolia, lykilhráefni í Sublimage-húðvörulínunni, sem endurnærir húðina og veitir henni raka. Farðabursti fylgir með.

Chanel Sublimage Le Teint, 19.299 kr.
Chanel Sublimage Le Teint, 19.299 kr.

Helena Rubinstein Prodigy Powercell Foundation SPF 15
Þunnur og léttur farði sem veitir náttúrulega ásýnd og ljóma en formúlan inniheldur sömu virku innihaldsefnin og eru í Prodigy Powercell-seruminu, stofnfrumur úr plöntum. Formúlan mýkir þannig húðina, sléttir yfirborð hennar og dregur úr ásýnd fínna lína og misfellna.

 

Helena Rubinstein Prodigy Powercell Foundation SPF 15, 9.499 kr.
Helena Rubinstein Prodigy Powercell Foundation SPF 15, 9.499 kr.

Clarins Skin Illusion SPF 15

Nýjasti farði Clarins sækir innblástur í andlitsolíur þeirra og býr farðinn yfir serum-áferð sem blandar saman plöntuolíum og litarefnum. Farðinn veitir létta þekju og mjög náttúrulega ásýnd og veitir húðinni raka í allt að 24 klukkustundir.

Clarins Skin Illusion SPF 15, 6.999 kr.
Clarins Skin Illusion SPF 15, 6.999 kr.

Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 15

Endurnærandi og uppbyggjandi farði sem býr yfir góðri þekju og veitir húðinni langvarandi silkikennda ásýnd. Formúlan inniheldur Koishimaru-silki og extrökt úr Cellular Performance-seruminu. Þannig vinnur farðinn gegn öldrunareinkennum húðarinnar og dregur úr rakatapi hennar.

Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 15, 9.999 kr.
Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 15, 9.999 kr.

Lancôme Teint Visionnaire


Þessi farði býr yfir farða og hyljara til þess að fullkomna húðina. Formúlan byggir á Visionnaire-serumi Lancôme og inniheldur virka efnið LR2412 til að vinna gegn ásýnd svitahola, fínna lína og ójöfnum í húðinni. Hyljarinn inniheldur CG-vítamín sem veitir andoxun, dregur úr baugum og fínum línum.

Lancôme Teint Visionnaire, 6.299 kr.
Lancôme Teint Visionnaire, 6.299 kr.

Estée Lauder Perfectionist Youth-Infusing Makeup SPF 25

Farði sem endurvekur ljóma húðarinnar með auknum raka og veitir miðlungs þekju sem endist vel á húðinni. Dregur úr ásýnd þurra og fínna lína á húðinni með virkni úr Perfectionist-seruminu.

Estée Lauder Perfectionist Youth-Infusing Makeup SPF 25, 9.799 kr.
Estée Lauder Perfectionist Youth-Infusing Makeup SPF 25, 9.799 kr.

By Terry Terrybly Densiliss Foundation

Formúlan vinnur gegn fínum línum og hjálpar húðinni að halda teygjanleika sínum. Einkaleyfisvarinn eiginleiki sem nefnist ,,mimetic factor” veitir húðinni samstundis sléttari ásýnd og unglegra útlit.

By Terry Terrybly Densiliss Foundation, 12.900 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Terrybly Densiliss Foundation, 12.900 kr. (Madison Ilmhús)

Bobbi Brown Intensive Skin Serum Foundation SPF 40

Mjög áhugaverð formúla sem er full af góðum innihaldsefnum sem endurnæra húðina og inniheldur peptíð sem stuðla að viðgerð húðarinnar. Farðinn hjálpar við að koma í veg fyrir kollagen-skemmdir og vinnur gegn sjáanlegum einkennum öldrunar húðarinnar.

Bobbi Brown Intensive Skin Serum Foundation SPF 40, 9.950 kr.
Bobbi Brown Intensive Skin Serum Foundation SPF 40, 9.950 kr.

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál