Eru leigufataskápar framtíðin?

Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, sótti Copenhagen Fashion Summit á dögunum. Hún segir að við höfum minna en 12 ár til að bregðast við loftslagsbreytingum. En hvernig er hægt að hafa áhuga á tísku og vera umhverfisvænn á sama tíma? 

Ráðstefnan Copenhagen Fashion Summit fór fram í tíunda sinn í Kaupmannahöfn um miðjan maí. Álfrún segir að hana hafi lengi langað á þessa ráðstefnu og því má segja að gamall draumur hafi ræst.

„Mig hefur lengi langað að fara á þessa ráðstefnu en markmið hennar er að varpa ljósi á hvaða áhrif tískuheimurinn og fataframleiðsla hefur á umhverfis- og samfélagsleg málefni – hvetja til samtals og ekki síst framkvæmdar í rétta átt þegar kemur að sjálfbærni og breyttum aðferðum í þessum geira. Ráðstefnan er skipulögð af Global Fashion Agenda, samtökum sem voru stofnuð í tilefni af loftslagsráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn 2009. Þar hittast helstu topparnir í tískuheiminum, stjórnmálamenn, fataframleiðendur og skapandi geirinn til að ræða saman um sjálfbærni í tískuheiminum, varpa ljósi á stöðuna (sem er ansi slæm!!) og reyna að finna lausnir.

Þessi ráðstefna var ekki til að slá á loftslagskvíðann hjá mér og það er nokkuð ljóst að aðgerða er þörf, ekki seinna en strax í þessum geira og það var í raun rauði þráðurinn þetta árið, það er búið að tala í nokkur ár um þörfina fyrir breytingar á meðan sjálf framkvæmdin hefur gengið hægt,“ segir Álfrún.

Hún segir að það sé mikil og brýn þörf fyrir breytingar í þessum efnum og hversu mikilvægt það er að breiða boðskapinn út.

„Sömuleiðis held ég að í þessu öllu saman felist mikil tækifæri, til dæmis fyrir íslenska hönnun að vera leiðandi þegar kemur að umhverfis- og sjálfbærnimálum.“

– Hvað kom þér mest á óvart?

„Það var fullt sem kom mér á óvart en kannski það sem stendur upp úr er hversu slæm staðan er í raun og veru. Við höfum sirka 12 ár (líklega minna samt) til að snúa þessari þróun við ef ekki á illa að fara. Og þetta þarf að vera samhent átak á milli stjórnvalda, tískuhúsa og fataframleiðenda og neytenda.

Það var fullt af góðum hugmyndum kynnt á ráðstefnunni sem mér fannst áhugavert að fræðast meira um. Til dæmis er aukning á sölu á notuðum fatnaði, það eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í móttöku á notuðum fatnaði og koma í réttar hendur aðila sem geta nýtt sér fatnaðinn til að búa til nýtt. Í Asíu er að verða til stór markaður fyrir svokallaða leigufataskápa, sem sagt hálfgert deilihagkerfi í fatnaði og fylgihlutum, maður leigir sér flíkur og skilar svo aftur. Það gæti verið sniðug leið til að prufa sig áfram í tískunni án þess að sitja uppi með fullan fataskáp af ónotuðum flíkum – sporna við offramleiðslu?“

– Hvernig er tískuheimurinn að breytast?

„Sem betur fer er þróunin í jákvæða átt – það er bara ekki að gerast nógu hratt. Neytendur eru farnir að vera meðvitaðari, gera kröfur um gagnsæi í framleiðsluháttum, lífrænt efnisval og að flíkur endist. Margir fataframleiðendur eru líka farnir að kveikja á því að framtíðin felst í sjálfbærni – og sömuleiðis fjárfestar. Eins og kom fram á ráðstefnunni þá mun ekkert fyrirtæki í dag lifa af nema fara að fjárfesta í sjálfbærni til frambúðar.

Sem dæmi má taka að mörg tískuhús í heiminum eru hætt að nota alvöru loðskinn. Það er jákvæð þróun.

Það sem er brýnt að taka á er offramleiðsla á fatnaði því staðreyndin er sú að gríðarlegt magn af flíkum endar í landfyllingum með tilheyrandi slæmum umhverfisáhrifum.

Tískuheimurinn er sá bransi sem mengar hvað mest í heiminum og einnig sá heimur sem hefur þurft að lúta hvað minnstum lögum og reglum í þessum efnum. Það þarf að breytast.“

– Hvernig getur venjuleg manneskja aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum?

„Í upphafi ráðstefnunnar fannst mér flókið hvernig ég sem neytandi ætti að sameina áhuga á fatahönnun og umhverfisvitund. Tíska er frábær og á að vera leiðandi í baráttunni gegn stereotýpum og kynjamisrétti því í grunninn snýst hún um tjáningu og frelsi.

Ábyrgð okkar sem neytendur er mikil og í grunninn snýst þetta um hugarfarsbreytingu. Við þurfum að taka skref til baka og rýna í eigin neysluhegðun, hvað erum við að kaupa, af hverju og erum við að nýta það sem eigum til nógu vel?

Hvernig förum við með fötin okkar, þvoum við flíkur á réttan hátt, getum við gert við flíkur sem rifna eða eyðileggjast? Spyrjum við réttra spurninga þegar við fjárfestum í fatnaði eins og til dæmis hvar er flíkin framleidd og hvaða efni er í henni? Hvaða kolefnisspor skilur flíkin eftir sig? Lífræn efni eru til dæmis alltaf besti kosturinn ef það er í boði.

Þarna þurfa framleiðendur líka að koma inn og merkja flíkurnar betur – og það kom til dæmis upp sú hugmynd á ráðstefnunni að fataframleiðendur, verslanir og tískuhús ættu að vera skuldbundin til að taka við flíkum aftur þegar neytandinn er hættur að nota þær. Þau eru með öll verkfærin í höndunum til að endurnýta.

Ég verð samt að taka undir áskorun sem franski umhverfisráðherrann, Brune Poirson, setti fram á ráðstefnunni en hún er sú að það verður að finna lausnir til að framleiða sjálfbæran og umhverfisvænan fatnað fyrir alla. Þyngsta byrðin má ekki vera á fátækasta hluta heimsins því allir eiga skilið að geta fjárfest í sjálfbærum og umhverfisvænum fatnaði.

Nú eiga hönnuðir að nýta tækifærið – finna lausnir – því eitt stærsta aflið sem við eigum til og enginn getur tekið frá okkur er sjálft hugverkið.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

Í gær, 20:00 Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

Í gær, 17:00 Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

Í gær, 14:00 Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

Í gær, 10:00 Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

Í gær, 05:00 „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

í fyrradag Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

í fyrradag Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

í fyrradag Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

í fyrradag Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

í fyrradag „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »

Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

21.6. Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. Meira »

„Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus“

21.6. „Ég var í raun ekki að átta mig á þessu öllu þar sem þetta gerðist mjög hratt fyrr en ég var komin inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir því að komast inn i herbergi í viðtal við Hair Magazine. Þarna stóð ég allt í einu með risa blómvönd og bikar.“ Meira »

90% af öldrun húðarinnar vegna sólar

21.6. Þegar við brennum þá hafa sólargeislarnir náð að skaða húðfrumur sem ræsir ónæmiskerfið til að hreinsa burt dauðar frumur og laga skemmdirnar sem eftir eru. Vegna bólgunnar þá er meira blóðflæði í húðinni og okkur getur fundist við líta frísklega út - svo lengi sem við erum ekki illa brunnin! Meira »

Kári og Valgerður á Midsummer Music

21.6. Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music hófst í gær með tónleikum í Eldborg sem báru yfirskriftina Minning um Flórens. Fram komu mikilsvirtir tónlistarmenn og fluttu verk eftir Brahms, Sjostakovitsj,... Meira »