Gleðifréttir fyrir lífræna fólkið

Skin Food frá Weleda sló í gegn þegar það kom á markað 1926. Nú var að bætast í fjölskylduna sem er mikið gleðiefni. 

Stjörnurnar í hinni háu Hollywood elska Skin Food-kremið frá Weleda. Kremið kom á markað 1926 og hefur uppskriftin haldist óbreytt síðan þá. Það verður að teljast nokkuð mikið kraftaverk. Það er kannski þess vegna sem kremið nýtur svona mikilla vinsælda því það er lífrænt með fáum innihaldsefnum. Kremið hentar vel á þá staði líkamans sem þurfa meiri raka eins og til dæmis í andlit, á hendur, varir, olnboga og fætur en það er líka mjög gott fyrir þá sem eru með exem.

Vörurnar eru til dæmis ekki bara eyrnamerktar konum heldur njóta þær mikilla vinsælda hjá körlum sem vilja hugsa vel um sig. Sérstaklega körlum sem eru með exem eða óþægindi í skegginu eða þurrkbletti á líkamanum.

Nú eru komnar þrjár nýjar vörur á markað í Skin Food-fjölskyldunni en það er Skin Food Light sem er örlítið léttara en hið upprunalega krem og hentar vel yfir sumartímann. Það er mjög gott að nota það sem andlitskrem undir farða en það er alger rakabomba. Harpa Káradóttir, förðunarmeistari og eigandi Make Up Studio Hörpu Kára, er til dæmis mjög hrifin af því.

Það er því ekkert harmsefni að það séu komnar fleiri útgáfur af þessum góðu kremum. Nú er hægt að fá Body Butter frá Skin Food og líka varasalva sem er sérlega nærandi fyrir varirnar.

Varasalvinn frá Skin Food er ákaflega nærandi og góður.
Varasalvinn frá Skin Food er ákaflega nærandi og góður.
Body Butter er gott á ströndina.
Body Butter er gott á ströndina.
Skin Food Light passar vel fyrir fólk yfir sumartímann.
Skin Food Light passar vel fyrir fólk yfir sumartímann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »