Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

Vilhjálmur og Katrín.
Vilhjálmur og Katrín. AFP

Blár er sumarlitur bresku konungsfjölskyldunnar ef marka má myndir frá konunglegu veðhlaupkeppninni sem fer fram þessa vikuna. 

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist ljósbláum kjól og blómahatti í stíl. Drottningin klæddist kápu í sama bláa litnum og var að sjálfssögðu með blómahatt í stíl. Vilhjálmur Bretaprins var í stíl við eiginkonu sína og ömmu í ljósbláu vesti með blátt bindi.

Camilla hertogaynja af Cornwall, eiginkona Karls Bretaprins, skar sig þó úr og klæddist bleiku, en var samt sem áður einstaklega smekkleg. 

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, voru vant við látin en Meghan er í fæðingarorlofi. 

Drottningin var tignarleg í bláu.
Drottningin var tignarleg í bláu. AFP
Katrín og Zara Phillips.
Katrín og Zara Phillips. AFP
Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. AFP
Hattar eru vinsælir hjá bresku konungsfjölskyldunni.
Hattar eru vinsælir hjá bresku konungsfjölskyldunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál