Sjáðu tískusýningu Chanel í fullri lengd

Haust og vetrartíska franska tískuhússins Chanel var kynnt í Grand Palais í París við góðan orðstír. Í þessari línu sækja hönnuðir Chanel innblástur í stofnanda tískuhússins, Coco Chanel, en hún elskaði bækur og sagði gjarnan að bækur væru bestu vinir hennar. Sem barn gleymdi hún stund og stað við bóklestur og upplifði ævintýri í gegnum bækurnar sem hún las hverju sinni. 

Það má sjá ýmislegt nýtt í þessari tískulínu og þær sem elska klassísk föt ættu svo sannarlega að geta fundið eitthvað í þessari línu sem þær geta matreitt áfram í sínum eigin klæðaburði á komandi mánuðum. Þannig gerast töfrarnir í tískuheiminum. Við sjáum eitthvað hjá stóru tískuhúsunum sem við getum tileinkað okkur og þannig verður fatastíllinn okkar örlítið ríkari. 

Virginie Viard listrænn stjórnandi Chanel tók við keflinu þegar Karl Lagerfeld féll frá. Hún segir að Chanel sæki innblástur í árin í kringum 1930. Hún leggur mikið upp úr að forma líkamann vel með þessum fötum. Hún notar belti í mittið og öll fötin í línunni eru eins og klæðskerasniðin. En svo eru þau laus á annan hátt

Hinn klassíski Chanel jakki er orðinn að kápu og má sjá áhrif frá fyrri tímum í þessri línu. Mikil áhersla er lögð á mittislínuna og eru fötin vel sniðin. Púffermar eru nokkuð áberandi og töluvert miklir standkragar. Vefnaðurinn í efnunum er með töluverðri vigt og má sjá frekar þung efni notuð í jakka, pils, víðar buxur og samfestinga. 

Slaufur eru líka áberandi ásamt blúndum en allt er þetta gert til þess að gera fötin sérlega kvenleg án þess að kvenfólkið líti út eins og listrænir dansarar frá Austur Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál