Þriðji brúðarkjóllinn á einum mánuði

Charlotte Casirag­hi gifti sig tvisvar í júní.
Charlotte Casirag­hi gifti sig tvisvar í júní. Samsett mynd

Charlotte Casirag­hi, barna­barn Grace Kelly og Rainier þriðja Mónakóf­ursta, giftist kvik­mynda­fram­leiðand­anum Dimitri Rassam í júní. Eitt brúðkaup var ekki nóg heldur þurfti tvö brúðkaup til og enn fleiri kjóla. 

Þann 1. júní gengu hjónin í hjónaband á borgaralegan hátt í höllinni í Mónakó. Kjóllinn sem hún klæddist við athöfnina var mun einfaldari en hinir tveir brúðarkjólarnir. Hún valdi einstaklega fallegan stuttan bróderaðan kjól frá Saint Laurent sem hæfði borgaralegri athöfninni. 

Casirag­hi klæddist þó mun klassískari brúðarkjól þegar komið var í veisluna og minnti hún á kvikmyndastjörnu í silkikjól frá Chanel. 

Um síðustu helgi var svo komið að trúarlegu brúðkaupi hjónanna í Frakklandi. Kjóllinn var sérsniðinn frá ítalska tískuhúsinu Giambattista Valli eins og greint er frá á Instagram-síðu tískuhússins. Í þetta sinn var brúðurin með slör og kjóllinn rómantískur eins og hæfði kirkjubrúðkaupi. mbl.is