Katrín Hertogaynja: Eins og Blair Waldorf

Katrín hertogaynja, lengst til vinstri.
Katrín hertogaynja, lengst til vinstri. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist einstaklega fallegum bleikum kjól um helgina í skírn Archie Harrison. Við kjólinn, sem er frá Stellu McCartney, var hún með hárband í stíl sem minnir óneitanlega á stíl Blair Waldorf í þáttunum Gossip Girl. 

Blair Waldorf, leikin af Leighton Meester, var þekkt fyrir að klæðast ótrúlega fallegum kjólum og fyrir tíða notkun sína á hárböndum.

Hertogaynjan var ein af þeim 25 heppnu sem fengu boð í skírn Archie sem haldin var á laugardag. Hún hefur verið mikill aðdáandi litla drengsins og var mjög spennt fyrir því að börn hennar myndu eignast frændsystkini.

Blair Waldorf var þekkt fyrir að vera oft með hárband.
Blair Waldorf var þekkt fyrir að vera oft með hárband. Samsett mynd
Leighton Meester í hlutverki Blair Waldorf í þáttunum Gossip Girl.
Leighton Meester í hlutverki Blair Waldorf í þáttunum Gossip Girl. skjáskot/Instagram
mbl.is