Niðurbrotin eftir henni var líkt við hval

Kim Kardashian var líkt við hval.
Kim Kardashian var líkt við hval. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian segir í nýju viðtali við WSJ að hún hafi verið niðurbrotin eftir að samsett mynd af henni og háhyrningi fór um sem eldur í sinu á netinu.

Hún segir að þá hafi hún hafi fyrst orðið óörugg með líkama sinn eftir að myndin var sett á netið. Kardashian var ólétt af fyrsta barni sínu á þeim tíma og segir að meðgangan hafi breytt líkamanum mikið. Líkt og margar konur bætti Kardashian á sig þegar hún gekk með börn sín. Eftir meðgöngurnar hefur hún náð undraverðum árangri með hollu mataræði og hreyfingu.

Kardashian á fjögur börn en hefur aðeins gengið með tvö þeirra þar sem hún varð alvarlega veik á báðum meðgöngunum. 

„Ég mun aldrei verða sú manneskja sem segir að það sé jákvætt að sýna appelsínuhúðina mína,“ segir Kardashian. Hún segir að sér líði mjög vel í aðhaldsfatnaði og að það sé eins og að klæðast auka húð sem lætur henni líða sléttri.

Kim Kardashian hefur tvisvar sinnum verið ólétt.
Kim Kardashian hefur tvisvar sinnum verið ólétt.
mbl.is