Neita því að Katrín noti bótox

Er Katrín hertogaynja með bótox?
Er Katrín hertogaynja með bótox? mbl.is/AFP

Kensington-höll neitar því í yfirlýsingu til New York Post að Katrín hertogaynja noti bótox. Kemur yfirlýsingin í kjölfar þess að lýtalæknir birti myndir af Katrínu á Instagram-síðu Dr. Medi Spa Clinic og sýndi árangur Katrínar af bótoxi.

Kensington-höll neitar því að þetta sé satt auk þess sem tekið er fram að konungsfjölskyldan taki ekki þátt í að auglýsa vörur. 

Lýtalæknirinn birti tvær myndir af Katrínu. Á fyrri myndinni virðist Katrín vera þreyttari og húðin ekki jafnslétt og fín og á seinni myndinni. Hægt er að lesa út úr pistli lýtalæknisins að Katrín sé kúnni hans enda talar hann um „Kötur okkar“ sem elska bótox. 

Læknirinn setti tvær myndir saman og gaf í skyn að …
Læknirinn setti tvær myndir saman og gaf í skyn að Katrín notaði bótox. Skjáskot/Instagram

Hann gefur í skyn að Katrín noti svokallað „baby bótox“ eða bótox sem er sprautað þannig að útkoman verður náttúrulegri en þegar virðist eins og fólk sé með frosið andlit. Bendir hann meðal annars netverjum á að horfa á línurnar í enni Katrínar. 

Talsmaður stofunnar vildi ekki tjá sig um hvort hertogaynjan nýtti sér þjónustu stofunnar sem er nálægt heimili hennar í Kensington-höll. Vildi talsmaðurinn meina að orðavalið væri ruglandi og læknirinn hafi átt við „Kötu okkar“ í samhengi við almenning í Bretlandi. 

Talsmaðurinn sagði lækninn einungis hafa ætlað sér að sýna árangurinn sem fæst af því að nota þessa bótox-aðferð. Myndirnar af Katrínu hafi verið gott dæmi um árangurinn sem fæst af meðferðunum.

Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál