Er hægt að laga þunna húð á 58 ára?

58 ára kona veltir fyrir sér hvað hægt sé að …
58 ára kona veltir fyrir sér hvað hægt sé að gera við húð sem er að þynnast.

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 58 ára gamalli konu. 

Sæl

Ég er að verða 58 ára og tek eftir því að húðin er farin að þynnast all skyndilega að mér finnst. Sérstaklega tek ég eftir þessu á handarbökunum. Hafa húðlæknar einhver ráð við þessu?

Kveðja, KK

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

 

Sæl og blessuð.

Það er hægt að gera ýmislegt til að yngja upp hendurnar þó það sé alltaf erfiðara ef húðin er farin að þynnast verulega. Númer 1, 2 og 3 er að verja hendurnar gegn sólinni og nota góða sólarvörn. Einnig er mjög mikilvægt að nota góðan raka daglega og til að auka enn meira á virkni rakakremanna þá myndi ég mæla með „medical peel“ með sterkum ávaxtasýrum regulega. Ávaxtasýrurnar fjarlægja dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun húðarinnar með því að auka framleiðslu á bæði hyaluronic sýru og kollageni. Ef það vantar fyllingu í hendurnar út af þynningu á húðinni og tap á fituvef þá er hægt að meðhöndla með fylliefnum eins og Restylane, eða með eigin fituvef. Við húðlæknar meðhöndlum með fylliefnum en lýtalæknar gera báðar aðgerðirnar. Mjög algeng meðferð hjá okkur á Húðlæknastöðinni er svo að fjarlægja brúna litaflekki á handarbökunum og framhandleggjum með laser en það gefur húðinni unglegra og fallegra yfirbragð.

Með kærri kveðju,

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál