Er varanlega varafylling málið eða?

Hægt er að láta stækka varirnar á þrjá vegu.
Hægt er að láta stækka varirnar á þrjá vegu.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem er forvitin um varanlegar fyllingar í varir. 

Góðan dag. 

Mig langar að vita um varanlega fyllingu í varir. Getur þú sagt mér eitthvað um það?

Kveðja, KH

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.


Sæl

Fyllingar í varir skiptast í raun í þrennt; varanlegar fyllingar, hálf-varanlegar (semi-permanent) fyllingar og svo fyllingar sem hverfa. Varanlegar fyllingar eru eingöngu á færi lýtalækna þar sem þeir t.d. setja implant í varir eða framkvæma fitufyllingu. Hálf-varanleg fylliefni voru algengari áður fyrr og sérstaklega áður en fylliefnin sem við notum mest í dag náðu vinsældum. Þessi efni hverfa ekki að fullu og ástæðan fyrir því að þau hafa verið á undanhaldi er að þau orsaka oftar ofnæmis- og bólguviðbrögð í vörunum.

Ef þú ert að hugsa um að fá þér varanlega fyllingu í varir mæli ég með því að þú pantir þér viðtalstíma hjá lýtalækni sem fer yfir valmöguleika þína.

Kærar kveðjur,

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Rögnu Hlín spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál