Tískumistökin sem konur ættu alls ekki að gera

Gestur á tískuvikunni í New York. Ætli hún sé meðvituð …
Gestur á tískuvikunni í New York. Ætli hún sé meðvituð um að gera ekki tískumistök? mbl.is/AFP

Stundum er talað um að ákveðnar konur myndu líta vel út í svörtum ruslapoka. Við hinar sem gerum það ekki þurfum að hugsa aðeins áður en við klæðum okkur. Það er hægt að varast aleng tískumistök strax í búðinni samkvæmt stílistanum Susie Hasler. Hasler fer yfir það hvað venjulegar konur þurfa að varast á vef Daily Mail

Ódýrar útsöluflíkur

Hasler mælir með því að varast að kaupa föt á útsölum bara vegna þess að þau eru ódýr. Oftast er góð ástæða fyrir því að fötin eru á útsölu. 

Of mikið svart

Stílistinn segir margar konur sekar um að eiga of mikið af svörtum fötum. Svarti liturinn grennir og segir hún það vera ástæðuna. Hins vegar segir hún að flestar líkamsgerðir líti betur út í mynstruðum fötum. 

Irina Shayk í svörtum kjól frá Oscar de la Renta. …
Irina Shayk í svörtum kjól frá Oscar de la Renta. Flestar konur eiga of mikið af svörtum fötum. mbl.is/AFP

Föt sem passa ekki í skápnum

Þú verður bara fyrir vonbrigðum og líður illa þegar þú sérð gömlu fötin sem þú passar ekki lengur í inni í skáp. Ef þú missir nokkur kíló á fatastærðin þín ekki eftir að breytast mikið. Stílistinn segir að fólk eigi bara að vera með föt sem það passar í inni í skáp. 

Of lítið af „leiðinlegum“ fötum

Leiðinlegu fötin eru svokallaður grunnur sem er hægt að nota með skrautlegri fötum. Stílistinn segir að ástæðan fyrir því að fólki líður eins og það eigi engin föt sé að það á of lítið af grunninum. Þetta getur verið til dæmis hvítur stuttermabolur. 

Of fá skópör sem passa við fötin

Hasler mælir með því að fólk fái sér skó í náttúrulegum tónum sem passa auðveldlega við fötin þeirra. 

Of víð föt

Það getur verið þægilegt að klæðast víðum fötum en það lætur fólk líta út fyrir að vera stærra. Hasler segir að margar konur klæðist fötum sem eru jafnvel tveimur eða þremur númerum of stór. 

Föt fyrir sérstök tilefni

Stílistinn hvetur fólk til þess að geyma ekki föt fyrir eitthvað sem mögulega gerist bara einu sinni á ári. Hún hvetur konur til þess að ganga í fínu kjólunum sínum á daginn líka. Ekki vera bara í gallabuxum á hverjum degi. 

Gallabuxur sem passa ekki

Veldu rétta sniðið af gallabuxum. 

Geyma föt vegna tilfinninga

Sumir eru jafnvel með fermingarkjólinn inni í skáp. Stílistinn mælir ekki með því að geyma föt vegna tilfinninga. Ef fötin þýða svo ótrúlega mikið fyrir fólk að ekki megi gefa þau áfram mælir Hasler með því að geyma þau í kassa. Ekki láta þessar flíkur hanga inni í skáp. 

Saweetie veit hvað eyrnalokkar gera fyrir andlitið.
Saweetie veit hvað eyrnalokkar gera fyrir andlitið. mbl.is/AFP

Of lítið af tískuskarti

Stílistinn mælir með því að eiga nóg af skarti sem er í tísku og ekki eyða of miklum peningum þar sem slíkt skart detti fljótlega úr tísku. Skart sem þetta gefur útliti fólks meiri persónuleika. Hún mælir með eyrnalokkum fyrir allar konur og segir þá virka eins og andlitslyftingu. 

Fíngerðir skór

Stílistinn mælir ekki með fíngerðum skóm fyrir alla og segir að ballerínuskór, kisuhælar og lágir hafnaboltaskór virki fyrir fáar konur. Fyrir konur með línur eru til dæmis skór með stærri botni málið. Mokkasíur eru til dæmis betri en ballerínuskór fyrir konur með þennan vöxt.

mbl.is