Langflottust í snákaskinnsdressi 74 ára

Victoria Beckham birti mynd af Helen Mirren og Sinéad Burke …
Victoria Beckham birti mynd af Helen Mirren og Sinéad Burke á Instagram-síðu sinni. skjáskot/Instagram

Leikkonan Helen Mirren stal athyglinni þegar Victoria Beckham sýndi vor- og sumarlínu sína fyrir næsta ár á tískuvikunni í London á sunnudaginn. Vakti hún mikla athygli fyrir að vera í snákaskinnsmynstri frá toppi til táar og sannaði það að aldur er afstæður þegar kemur að tísku en leikkonan er 74 ára. 

Mirren sat á fremsta bakk í síðermaskyrtu og síðu pilsi frá lúxusmerki frú Beckham. Það eru örugglega ekki margir sem hefðu farið bæði í pils og skyrtu í svona áberandi mynstri en Mirren var fantaflott í felulitunum. Með henni á fremsta bekk var aðgerðasinninn Sinéad Burke. 

View this post on Instagram

@helenmirren and @thesineadburke looking amazing at my #VBSS20 show!!! Xxx VB

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Sep 15, 2019 at 8:29am PDT


Á tískusýningunni sjálfri voru létt efni, síðir kjólar og pils ásamt síðbuxum áberandi. Það fær enginn að klæðast þröngum stuttum pulsum og magabolum næsta sumar ef Victoria Beckham fær að ráða einhverju. Líklega fékk hún nóg af slíkum fötum eftir að Spice Girls-tímanum lauk. 

Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020.
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020. mbl.is/AFP
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020.
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020. mbl.is/AFP
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020.
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020. mbl.is/AFP
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020.
Vor- og sumarlína Victoriu Beckham 2020. mbl.is/AFP
Victoria Beckham sýndi vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2020.
Victoria Beckham sýndi vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2020. mbl.is/AFP
mbl.is