Bieber velur á milli herfilegra jakkafata

Justin Bieber veltir fyrir sér í hverju hann á að …
Justin Bieber veltir fyrir sér í hverju hann á að vera á stóra daginn. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber gengur í það heilaga á mánudagskvöldið. Hann virðist greinilega ekki vera búinn að velja sér jakkaföt af nýlegri Instagram-færslu að dæma þar sem hann biður um hjálp að velja. 

Justin og Hailey Bieber ætla að halda brúðkaupsveislu á mánudagskvöldið.
Justin og Hailey Bieber ætla að halda brúðkaupsveislu á mánudagskvöldið. AFP

Fyrsti kosturinnn er bleik silki jakkaföt, hvít skyrta og bleikur hattur. Annar kostur sem Bieber veltir fyrir sér eru jakkaföt og bindi í regnbogalitunum. Þriðji kosturinn er stuttubuxur og stuttermabolur með hvítum kraga og þverslaufu. Fjórði kosturinn eru blá jakkaföt með bönunum á. Sá fimmti eru hvít jakkaföt með rauðum slettum á.

Bieber telur sig vera mikinn tískumógúl og hannar meðal annars föt undir merkinu Drew's House. Hann gengur líka í Crocs-skóm við hin ýmsu tilefni. Það er því spennandi að sjá í hverju Bieber mætir í í veisluna á mánudag. 

View this post on Instagram

Help me choose a tux for my wedding. It’s between these three

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Sep 26, 2019 at 12:36pm PDT

View this post on Instagram

Help me choose my tuxedo for the wedding here are two more options

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Sep 26, 2019 at 12:47pm PDTmbl.is