Glæsileg í gömlum skóm og með gamla tösku

Vínrauði liturinn fór Katrínu vel.
Vínrauði liturinn fór Katrínu vel. AFP

Katrín hertogaynja var haustleg þegar hún heimsótti Natural History Museum í London í vikunni í vínrauðum langermabol og kakígrænum buxum. Katrín hefur oft verið í dýrari fötum auk þess sem hún hefur áður notað töskuna og hælaskóna saman. 

Vínrauða taskan frá Chanel er einstaklega falleg og passaði vel við skóna og bolinn. Fram kemur á vef Harper's Bazaar að hertogaynjan hafi verið með töskuna og í sömu skónum í París árið 2017 og í Svíþjóð fyrir tæpum tveimur árum. 

Katrín hefur þó ekki sést í buxunum og bolnum áður en undanfarið hefur hún sést æ oftar í víðum buxum eins og þessum. Kakígrænu buxurnar eru frá breska merkinu Jigsaw og kosta 89 pund á útsölu eða tæplega 14 þúsund krónur en vínrauði bolurinn var enn ódýrari. Langermabolurinn er frá merkinu Warehouse og kostar ekki nema 39 pund eða tæpar sex þúsund íslenskar krónur. 

Katrín hertogaynja sýndi og sannaði að það er ekki nauðsynlegt að ganga í glænýjum eða rándýrum fötum til þess að líta vel út. 

Katrín er ekki óvön að nota töskuna við vínrauðu skóna.
Katrín er ekki óvön að nota töskuna við vínrauðu skóna. AFP
Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP
mbl.is