Warriör skilgreinir ekki kyn sitt

Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland,  situr fyrir hjá nýja íslenska tískumerkinu Warriör. Warriör er í eigu Ýr Þrastardóttur og Hunter Simms. Ýr sjálf og  Alexander Kirchner eru hönnuðir merkisins. 

„Hugmyndafræðin á bak við hönnun á fatamerki Warriör er að hún er það sem kallað er „unisex“ það er hvorki bundin við kyn né sérstaka kynskilgreiningu,“ segir Ýr Þrastardóttir. Hún segir að hönnunin eigi að  höfða til allra og eru gallarnir bæði flottir sem hversdags klæðnaður en henta einnig vel í ræktina eða í útivist. 

„Við erum þrjú saman og hönnum bæði saman undir Warriör en einnig í sitthvoru lagi og leggjum þá áhersu á okkar eigin sérstöðu,“ segir hún. Warriör leggur mikla áherslu á samstarf við aðra listamenn til að auka á fjölbreytileikann og fyrsti listamaðurinn sem Warriör er í samstarfi við  verður kynntur til leiks á næsta hönnunarmars.

Warrior opnar nýja vefverslun warrior.is á laugardaginn 2. nóvember og verður með opið hús á vinnustofunni að Miðstræti 12 í tilefni þess. Auk nýju línunnar frá Warriör verður einnig eldri  hönnun frá Ýri og Alexander til sýnis. 

mbl.is