Aniston mætti í gömlum kjól

Jennifer Aniston mætti í gömlum kjól á frumsýningu.
Jennifer Aniston mætti í gömlum kjól á frumsýningu. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston mætti á frumsýningu nýrra sjónvarpsþátta sem hún leikur í, The  Morning Show, í gömlum kjól. Aniston er þekkt fyrir að vera oftast í einföldum og dökkum flíkum á rauða dreglinum. Hún leit því ekki út fyrir að vera í gömlum kjól á rauða dreglinum þegar hún klæddist dökkum ermalausum síðkjól. 

Fram kemur á vef bandaríska Vogue að kjóll Aniston var hannaður af bandaríska fatahönnuðinum James Galanos. Kjóllinn er úr búð í Beverly Hills sem selur gamlar lúxusvörur. 

Margar af frægustu konum 20. aldarinnar, konur á borð við Marilyn Monroe og Nancy Reagan, voru þekktar fyrir að klæðast hönnun Galanos. Galanos lést fyrir nokkrum árum en hönnun hans einkennist af hreinum línum. 

Stjörnurnar eru vanar að mæta í nýjum og dýrum fötum á rauða dregilinn en að undanförnu hefur borið nokkuð á því að þær klæðist gömlum flíkum. Kannski að umræðan um endurnýtingu fatnaðar sé að ná alla leið til Hollywood?

Jennifer Aniston í kjólnum góða.
Jennifer Aniston í kjólnum góða. AFP
Jennifer Aniston í kjólnum ásamt vinkonu sinni Reese Witherspoon.
Jennifer Aniston í kjólnum ásamt vinkonu sinni Reese Witherspoon. AFP
mbl.is