„Þessi dagur er að stefna í algert met hjá okkur“

Ljósmynd/Unsplash

„Þessi dagur er að stefna í algert met hjá okkur nú þegar og rétt svo komið hádegi, við höfum aldrei séð annað eins magn af pöntunum,“ segir Auður Jónsdóttir sem starfar hjá fyrirtækinu S4S sem rekur Ellingsen, skór.is og air.is en í dag taka verslanirnar þátt í „Singles Day“. 

„Síðurnar eru búnar að vera undir miklu álagi í morgun og töluvert hægari en vanalega en viðskiptavinir hafa verið að sýna því skilning og þolinmæði, enda komast allir í gegn á endanum og við reynum að gera allt sem við getum fyrir alla sem hafa samband.

Við erum búin að vera að taka pantanir í gegnum síma samhliða netpöntunum og við hér á skrifstofunni búin að reima á okkur strigaskóna til að afgreiða pantanirnar sem streyma inn. Við höfum varla undan, enda mörg hundruð pantanir komnar fyrir hádegi,“ segir hún. 

Auður segir að dagurinn í dag fari mun betur af stað en sami dagur í fyrra en þá bárust 1.500 pantanir. 

„Við verðum ekki lengi að slá það met í dag! Og þá erum við einungis að tala um fjölda pantana, magnið er svo upp á fleiri, fleiri þúsundir vara sem við erum að afgreiða. Það er gaman að sjá hvað fólk er líka búið að vera að nýta sér gjafahandbókina til að undirbúa kaup dagsins. Líka greinilegt að nýja úrvalið sem er nú í AIR Smáralind og air.is er að vekja mikla lukku. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og við verðum fram á kvöld næstu daga að klára þetta, en allir í mega stuði og tónlistin í botni,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál