Sýndi hvernig eigi að lyfta brjóstunum

Skims by Kim Kardashian West framleiðir aðhaldsfatnað í öllum stærðum, …
Skims by Kim Kardashian West framleiðir aðhaldsfatnað í öllum stærðum, mismunandi húðlit, gerðum og efnum.

Hefurðu stundum velt fyrir þér hvernig sumum konum tekst að sigra þyngdaraflið og geta verið í hinum ýmsa klæðnaði brjóstahaldaralausar en samt virðast brjóstin snúa upp frekar en niður? Svarið er límband. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West sýndi mynd fyrir nokkrum árum og kom í ljós að hún notaði hreinlega iðnaðarlímband til þess að halda brjóstunum uppi ef hún var í flegnum eða berum kjólum. 

Þessi mynd af Kardashian frá árinu 2008 er löngu orðin …
Þessi mynd af Kardashian frá árinu 2008 er löngu orðin fræg og sýnir vel hvernig stjarnan notaði límband til að lyfta brjóstunum.

Sérhannað brjóstalímband 

Fyrr á árinu stofnaði Kardashian aðhaldsfatnaðarmerkið Skims by Kim Kardashian West en hún segist treysta mikið á aðhaldsfatnað en hafi átt í erfiðleikum með að finna það sem hentaði fullkomlega. Hún keypti því aðhaldsfatnað, klippti hann til, saumaði saman og litaði sem varð til þess að hún ákvað að fara að hanna aðhaldsfatnað undir fyrrnefndu merki. Það er óhætt að segja að viðtökur kvenna hafi verið gífurlega jákvæðar. Aðhaldsfatnaðurinn kemur í öllum stærðum, mismunandi húðlit, efnum og formi. Það besta er að Skims sendir vörur sínar til Íslands og er greinarhöfundur að bíða eftir pöntun sinni í þessum töluðu orðum.

Nýjasta vara Skims á þó eflaust eftir að slá öllu við en það er brjóstalímband. Kardashian sagði húð sína stundum mjög erta og brennda eftir að hafa notaða sterkt límband svo Skims Body Tape er úr mjúku, örlítið teygjanlegu efni og ekki mikil óþægindi við að taka það af húðinni. Þess má geta að límbandið er svitahelt og helst í allt að 12 klukkustundir á húðinni. Í raun mótar þú brjóstahaldara með þessu límbandi sem hentar klæðnaði þínum og brjóstum. Einnig geturðu lagt límbandið á ýmsan hátt í kringum brjóstin eftir því hversu mikla lyftingu þú vilt en ýmsar útfærslur eru sýndar á vefsíðu Skims. 

Skims Body Tape kemur í þremur litum og kostar um …
Skims Body Tape kemur í þremur litum og kostar um 4.600 kr. ($36).
Skims Pasties eru til að hylja geirvörturnar og veita smá …
Skims Pasties eru til að hylja geirvörturnar og veita smá lyftingu. Fimm pör eru í pakkanum og kostar hann um 1.500 kr. ($12).

Svona notar Kardashian brjóstalímbandið

Nýverið sýndi Kardashian á Instagram hvernig ætti að nota Skims Body Tape til að lyfta brjóstunum og má sjá myndbandið hér fyrir neðan:

Næst sýndi hún fylgjendum sínum nokkrar myndir af sér í ýmsum fatnaði þar sem hún þurfti að notast við límband til að halda brjóstunum á sínum stað.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is