Reyndi að stela velgengi Brynju Dan

Brynja Dan stendur á bakvið 1111.is.
Brynja Dan stendur á bakvið 1111.is. Árni Sæberg

Viðskiptakonan Brynja Dan hefur á síðustu árum haldið utan um tilboðsdaginn „Singles day“ hér á Íslandi. Það felur í sér að halda utan um öll þau tilboð sem vefverslanir bjóða þann 11. nóvember.

Þetta hefur gengið gríðarlega vel síðustu ár hjá Brynju og nú í ár opnaði hún í fyrsta sinn vefsíðuna 1111.is. Á vefsíðunni má finna öll þau tilboð sem netverslanir bjóða upp á hverju sinni. Í kjölfarið ákvað Brynja að breyta tilgangi vefsíðunnar, það er, að hann væri ekki bara fyrir þennan eina dag heldur fleiri afsláttardaga. 

Brynja innheimtir lágt gjald til fyrirtækjanna sem eru á vefsíðunni til þess að greiða kostnað af hönnun og uppsetningu. Auk þess kemur Netgíró að vefsíðunni.

„Stóra markmiðið var svo að hafa þessa síðu bara sem svona netverslanasíðu eða tilboðssíðu fyrir þessa fáu daga á ári þar sem mörg fyrirtæki eru með tilboð, þannig að það sé auðvelt að skoða bara á einum stað hvað er í boði og hvaða tilboð eru og geta þá farið beint á viðkomandi netverslun með einum smell út frá síðunni,“ sagði Brynja í samtali við Mbl.is.

Singles Day er ekki eini stórtilboðsdagur ársins. Á morgun föstudag, er hinn svokallaði „Svarti föstudagur“ þar sem verslanir bjóða upp á dúndur tilboð fyrir viðskiptavini sína. 

„En það er nú oft þannig á Íslandi að þegar vel gengur þá er alltaf einhver sem vill bita af kökunni,“ segir Brynja. 

Á hverju ári sendir hún þeim fyrirtækjum sem hafa tekið þátt í vefsíðunni með henni tölvupóst og minnir þau á að 11. nóvember nálgist. Þetta árið var kona, sem Brynja vill ekki nafngreina, áhugasöm um að komast að á 1111.is. 

„Núna fyrir Black Friday fara fyrirtæki sem hafa tekið þátt í Singles Day með mér að senda mér póst frá þessari konu um að hún sé að afrita póstinn minn og hugmyndina mína og sé að reyna að ná öllum yfir á sína síðu. Sem hún er greinilega búin að henda upp á núll einni og ætlar að fara að gera bara það nákvæmlega sama,“ segir Brynja. 

Brynja segist kunna vel að meta að fyrirtækin hafi látið hana vita. Í kjölfarið hafði Netgíró samband við hana og sagðist vilja standa við bakið á henni og hennar hugmynd. Netgíró mun því greiða gjaldið fyrir öll þau fyrirtæki sem eru á skrá hjá Brynju á 1111.is. 

„Þannig að við hófust handa með fullt af snillingum sem hanna, forrita, drekka orkudrykki og reyna að halda sér vakandi yfir tölvunni allan sólarhringinn til þess að koma öllum að og að allt sé fullkomlega eins og það á að vera,“ segir Brynja.

„Það er eins og ég segi ómæld vinna, tími og elja sem fer í svona verkefni og ógeðslega pirrandi að einhver komi bara og ætli að afrita þína hugmynd, uppsetningu og vinnu. Þó svo vissulega eigi enginn einn hugmynd, en samt lélegt að finna sér ekki bara sína eigin hugmynd,“ sagði Brynja. 

Hún segir að 1111.is snúi aftur á morgun, enn stærri og flottari en áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál