Settu þig í fyrsta sæti í desember

Ef desember er ekki rétti mánuðurinn til þess að hugsa vel um húðina þá á það aldrei við. Húðlínan frá Wild Grace færir þig upp á annað stig, nærir þig og lífgar upp á tilveruna í svartasta skammdeginu. 

Stofnandi Wild Grace, hin kanadíska Kim Parenteau, er mikil stjarna í snyrtivöruveröldinni um þessar mundir. Margir hafa dásamað nýja húðlínu hennar, m.a. hin breska Jasmine Hemsley (önnur Hemsley-systra) og hin bandaríska Guru Jagat, sem rekur gríðarlega vinsælar og umtalaðar jógastöðvar í Kaliforníu og á Mallorca.

Kim Parenteau er stofnandi Wild Grace.
Kim Parenteau er stofnandi Wild Grace.

Wild Grace-húðlínan er mögnuð, því líklega færir hún húðinni það nákvæmasta sem náttúran hefur fram að færa. Og alls ekki það sama fyrir alla. Hugmyndafræði Kim Parenteau og bakgrunnur liggur í ayurveda-fræðunum (indversku lífsvísindunum) þar sem allt snýst um hárnákvæmar samsetningar réttra lækningajurta. Í indversku lífsvísindum er talað um að frumur líkamans búi yfir náttúrulegum hæfileika til að taka á móti og vinna úr réttum lækningajurtum og olíum. Með þessari fornu en um leið nútímalegu aðferð Wild Grace nær húð hvers og eins jafnvægi og ferskleika sem aldrei fyrr, sem gefur henni auðvitað yngra yfirbragð.

Margir halda að indversku lífsvísindin séu flókin. Svo er þó alls ekki. Grunngerðirnar sem allt byggir á eru í raun aðeins þrjár. Það kallast vata, pitta og kapha. Í takti við hugmyndafræði og flokkun ayurveda-fræðanna, sem líklega hafa aldrei verið vinsælli. Þær eru:

Vata-húðin er jafnan þurr og köld og á það til að flagna. Hún getur líka verið hrjúf og myndar fremur fínar línur og hrukkur en aðrar húðtegundir. Hún þarf því eitthvað sem verndar náttúrulegan raka hennar, mikla næringu og jurtir sem draga úr hrukkum.

Pitta-húðin er gjarnan sú viðkvæma sem fær á sig roða og er oft „pirruð“. Hún þarf því eitthvað róandi og það sem minnkar roða, verndar og styrkir og auðvitað dregur úr fínum línum.

Kapha-húðin er þessi olíukennda og á það til að vera þrútin, óhrein og líflaus. Hún þarf því eitthvað sem lokar henni, þéttir og færir ljóma.

Á þessu byggir Wild Grace í grunninn. En ekki bara fyrir andlit; líkamsolíurnar eru einnig virkar og vandaðar og ekki síður ilmvötnin sem hafa sannarlega djúp áhrif. Einnig framleiðir Wild Grace nokkrar svokallaðar andlitsvörur sem henta öllum húðgerðum. Má þar sérstaklega nefna andlitsúða sem hefur verið baðaður upp úr kristöllum og undirbýr húðina vel undir að frásoga virk serum. Síðan má nefna elexír með hinni rakagefandi hyularonic-sýru og nærandi Q10 og alls kyns leyndardómsfullum lækningajurtum sem virka eins og hunangslögur fyrir húðina.

Síðan er það hið nauðsynlega snyrtitæki Kansa-andlitsvöndurinn. Margir þekkja andlits-marmararúlluna sem er úr snyrtifræðum Suður-Kóreu; Kansa-andlitsvöndurinn er hins vegar úr indversku lífsvísindunum. Í honum er sami málmur og notaðar er í hinar helgu tíbetsku bjöllur og gong. Kansa-brons býr yfir sterkri og helgri tíðni sem er sögð yngjandi fyrir húðina og raunar uppbyggjandi fyrir allan líkamann. Með því að nudda andlit þitt með Kansa-andlitsvendi átt þú að geta náð til marma-punkta líkamans og til sjálfrar lífsorkunnar (marmapunktar eru leiðin til lífsorkunnar samkvæmt ayurveda-fræðunum). Þannig dregur þú fram lit og ljóma húðarinnar. Andlitið opnast, ró færist yfir og um leið dregur úr þrota og andlit verður skýrt.

Línan er ekki stór en hún er öflug. Allar vörurnar frá Wild Grace eru handunnar í smáum skömmtun. Einungis með náttúrulegum virkum innihaldsefnum sem eru oftast lífræn, villt og vegan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál